Virgil van Dijk tryggði Liverpool sigur á Everton í fyrsta leiknum sínum | Gylfi skoraði á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu.
Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty
Liverpool sló í kvöld nágranna sína í Everton út úr enska bikarnum og hetjan var maðurinn sem þeir keyptu á 75 milljónir punda fyrir aðeins nokkrum dögum.

Virgil van Dijk lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og tryggði liðinu 2-1 sigur í með skallamarki á 84. mínútu.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórða mark á ferlinum á Anfield þegar hann jafnaði metin en það dugði skammt.

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mörg færi en það var mikil barátta frá fyrstu mínútu og vel tekist á.

Wayne Rooney gaf tóninn og var kominn með gult spjald eftir aðeins sjö mínútna leik.

Færin voru hinsvegar af skornum skammti eða allt þar til að Liverpool fékk vítaspyrnu eftir að Adam Lallana var felldur í teignum á 35. mínútu.

James Milner skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og staðan var 1-0 í hálfleik.

Sam Allardyce, knattspyrnu þorði ekki annað en taka Wayne Rooney útaf á 52. mínútu en fimmtán mínútum síðar náði Everton frábærri skyndisókn.

Miðvörðurinn Phil Jagielka var allt í einu kominn sem fremsti maður og lagði boltann út á Gylfa Þór Sigurðsson sem skoraði með föstu og hnitmiðuð skoti í hornið.

Mark Gylfa dugði þó skammt því Liverpool komst aftur yfir.

Virgil van Dijk var að spila sinn fyrsta leik og hann kom Liverpool aftur yfir eftir að hann nýtti sér vel mistök Jordan Pickford í marki Everton.  Van Dijk skallaði inn hornspyrnu og Jordan Pickford greip í tómt.Þetta reyndist vera sigurmark Liverpool í leiknum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira