Enski boltinn

Aguero vill vera áfram á Etihad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sergio Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi
Sergio Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi vísir/getty

Argentínski framherjinn Sergio Aguero vill vera áfram hjá Manchester City þar til samningur hans rennur út.

Orðrómur um brottför Aguero skýtur upp kollinum reglulega, og var hann spurður út í framtíð sína eftir sigur Manchester City á Watford í gær, þar sem Aguero skoraði eitt þriggja marka City.

„Ég vil vera hér þar til samningurinn minn rennur út og ég mun halda áfram að reyna mitt besta. Ég er ekki að spá í því að skipta um félag.“

Aguero er samningsbundinn Manchester liðinu til 2020.

„Ég er mjög ánægður hér, en það er félagið sem á síðasta orðið og tekur ákvarðanirnar. Ég mun bera virðingu fyrir þeim hvað sem þeir ákveða,“ sagði Sergio Aguero.

Pep Guardiola sagði í viðtali í desember að framtíð Aguero væri algjörlega undir honum sjálfum komin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.