Enski boltinn

Carvalhal: Línuvörðurinn baðst afsökunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fernando Llorente skoraði fyrra mark Tottenham í 2-0 sigri á sínum gömlu félögum í Swansea á Liberty vellinum í Wales í gær. Carlos Carvalhal, knattspyrnustjóri Swansea, átti langt samtal við dómara leiksins að honum loknum, því Llorente var nokkuð augljóslega rangstæður í marki sínu.

„Línuvörðurinn baðst afsökunnar eftir leikinn. Hann gerði mistök, við gerum þau öll, og þau eru hluti af leiknum,“ sagði Carvalhal eftir leikinn.

„Þjálfari Tottenham gerði vel í að taka framherjann út af og það vita allir afhverju.“

Swansea er á botni úrvalsdeildarinnar með 16 stig, fjórum stigum frá 17. sætinu.

„Leikmennirnir okkar voru hugrekkir og við gáfum Tottenham ekki mikið pláss. Í fyrri hálfleiknum gekk okkur ekki vel sóknarlega því Tottenham varðist mjög vel,“ sagði Carlos Carvalhal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×