Enski boltinn

Carvalhal: Línuvörðurinn baðst afsökunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Fernando Llorente skoraði fyrra mark Tottenham í 2-0 sigri á sínum gömlu félögum í Swansea á Liberty vellinum í Wales í gær. Carlos Carvalhal, knattspyrnustjóri Swansea, átti langt samtal við dómara leiksins að honum loknum, því Llorente var nokkuð augljóslega rangstæður í marki sínu.

„Línuvörðurinn baðst afsökunnar eftir leikinn. Hann gerði mistök, við gerum þau öll, og þau eru hluti af leiknum,“ sagði Carvalhal eftir leikinn.

„Þjálfari Tottenham gerði vel í að taka framherjann út af og það vita allir afhverju.“

Swansea er á botni úrvalsdeildarinnar með 16 stig, fjórum stigum frá 17. sætinu.

„Leikmennirnir okkar voru hugrekkir og við gáfum Tottenham ekki mikið pláss. Í fyrri hálfleiknum gekk okkur ekki vel sóknarlega því Tottenham varðist mjög vel,“ sagði Carlos Carvalhal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.