Enski boltinn

Sanchez gæti farið frá Arsenal í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wenger og Sanchez á góðri stundu
Wenger og Sanchez á góðri stundu vísir/getty

Alexis Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúarglugganum, en Arsene Wenger sagði það mögulegt að félagið myndi selja Sílemanninn. Þetta segir The Mirror í dag.

Sanchez verður samningslaus í sumar og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Lundúnaliðið. Bæði Manchester City og Paris Saint-German hafa sýnt leikmanninum áhuga.

City hafði ætlað að bíða þar til í sumar og geta fengið leikmanninn frítt, en með meiðslum Gabriel Jesus gæti Pep Guardiola viljað fá framherjann til sín fyrr.

Samkvæmt heimildum Mirror mun Arsenal hlusta á tilboð hærri en 25 milljónir punda, og mun ekki selja Sanchez nema eftirmaður hans sé tryggður.


Tengdar fréttir

Man. City er enn með Sanchez í sigtinu

Þó svo það hafi ekki gengið hjá Man. City að fá Alexis Sanchez frá Arsenal síðasta sumar þá hefur áhugi félagsins á leikmanninum ekkert dvínað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.