Enski boltinn

Kompany vill lækka miðaverð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kompany í leik með City.
Kompany í leik með City. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, hefur skorað á liðin í ensku úrvalsdeildinni að lækka miðaverð svo „rétta fólkið“ geti komist aftur á völlinn.

Kompany er nýbúinn að klára nám í viðskiptafræði og í námi sínu fann hann út að það væri góð viðskiptaákvörðun að lækka miðaverðið.

„Heimavöllurinn er sterkari eftir því sem stemningin er meiri á vellinum. Sjónvarpstekjurnar eru miklu meira en tekjurnar sem fást fyrir aðgangseyri. Þegar leikurinn er aðallega orðinn sjónvarpsvara þá er mikilvægt að bjóða upp á gott sjónvarpsefni með bestu stemningunni. Þá þarf rétta fólkið að vera á vellinum,“ segir Kompany en hann sér litla framtíð því að vera með of hátt miðaverð sem leiði til þess að það séu bara ferðamenn á vellinum.

„Það er til fullt af fólki sem lifir fyrir félagið en það fólk hefur ekki endilega efni á því að sjá marga leiki. Það er ekki hægt að kreista endalaust af peningum úr hinum almenna áhorfanda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×