Enski boltinn

Mourinho: Erfiður tími til að skrifa sig í sögubækurnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho segir erfiðara að skrifa sig í sögubækurnar hjá Manchester United en það var hjá Chelsea.

Fjölmiðlar í Englandi veltu fyrir sér í gær hvort Mourinho væri á leiðinni frá Manchester, en hann sagði á blaðamannafundi í gær að þær fréttir væru algjört bull.

Portúgalinn hefur náð að vinna deildarmeistaratitil á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá öllum þeim liðum sem hann hefur þjálfað síðan árið 2002; Porto, Chelsea, Inter Milan og Real Madrid.

Nú þegar komið er inn á seinni hluta annars tímabils hans hjá United er hann 15 stigum á eftir ósigruðu liði Manchester City.

„Munurinn á Chelsea og United er sá að ég á virkilega heima í sögubókum Chelsea, því ég vann þrjá Englandsmeistaratitla, ég vann bikara og margt annað þar,“ sagði Mourinho.

„Hjá United vann ég eina bikarinn sem félagið hafði aldrei unnið áður, en allir vita að Evrópudeildin er ekki „El Dorado“ fótboltaheimsins, og ég kem hingað á tíma þar sem erfitt er að skrifa sig í sögubækurnar.“

„Starf mitt hjá félaginu snýst ekki bara um mig, ég er einnig að reyna að vinna fyrir framtíð félagsins,“ sagði Jose Mourinho.

Manchester United mætir Derby í ensku bikarkeppninni í kvöld og er leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×