Enski boltinn

Puncheon og Dann slitu báðir krossband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tímabilið endar snemma hjá Scott Dann
Tímabilið endar snemma hjá Scott Dann vísir/getty

Fyrirliði og varafyrirliði Crystal Palace verða báðir frá það sem eftir er af tímabilinu. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Roy Hodgson eftir leik Palace gegn Southampton í gærkvöld.

Scott Dann og Jason Puncheon meiddust báðir í jafntefli Palace við Manchester City á gamlársdag. Báðir leikmenn meiddust við það að brjóta á Kevin de Bruyne, en hann slapp óskaðaður frá leiknum.

Báðir slitu þeir krossbönd og verða frá það sem eftir er af tímabilinu og mögulega eitthvað inn í næsta tímabil.

„Þeir fara báðir til sérfræðinga og munu líklegast þurfa að fara í aðgerð eftir að bólgan hjaðnar. Þetta eru mjög alvarleg meiðsli,“ sagði Hodgson.

Palace saknaði tvíeykisins þó ekki mjög mikið í gærkvöld þegar liðið bar sigurorð af Southampton 2-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.