Enski boltinn

Firmino sakaður um kynþáttafordóma

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Atvikið umdeilda.
Atvikið umdeilda. Vísir // Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á því hvort Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, hafi verið með kynþáttafordóma í garð Mason Holgate, 21 árs varnarmanns Everton, í bikarleik liðanna í gær.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri heimamanna í Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton með laglegu skoti.

Knattspyrnusambandið tilkynnti þetta fyrr í dag. Jafnframt tiltók sambandið að rannsóknin fari fram vegna ásakana Holgate í garð Firmino, sem hann gerði dómara leiksins, Bobby Madley, í ljós eftir leik.

Upp kom á milli Firmino og Holgate í síðari hálfleik leiksins þegar að Holgate ýtti Firmino yfir auglýsingaskilti með þeim afleiðingum að Firmino endaði upp í stúku.

Firmino brast ókvæða við og las Holgate pistilinn á móðurmáli sínu, portúgölsku.

Ekki er enn vitað hvað Firmino sagði við Holgate en hafa hinir ýmsu sérfræðingar reynt að lesa það af vörum Firmino, án teljandi árangurs.

Luis Suarez, núverandi leikmaður Barcelona, var dæmdur í 8 leikja bann og til greiðslu 5 milljón króna sektar vegna atviks í leik Liverpool og Manchester United, árið 2011, þar sem hann á að hafa kallað Patrice Evra negro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×