Enski boltinn

Guardiola: Verðum ekki værukærir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola er með örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar
Pep Guardiola er með örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar vísir/getty

Pep Guardiola sagði að sínir menn í Manchester City verði ekki værukærir, þeir vilji alltaf skora annað mark.

City komst 2-0 yfir gegn Watford á heimavelli í gærkvöld eftir tæpar 15 mínútur.

„Nei,“ sagði Pep einfaldlega, aðspurður hvort hann hefði haft áhyggjur af værukærð eftir að hafa komist yfir svo snemma. „Jú, það kemur fyrir, en ekki hjá þessu liði. Við getum spilað vel eða illa en við reynum alltaf að skora annað mark og bera virðingu fyrir leiknum.“

Hans menn hefðu getað skorað mun fleiri mörk í gærkvöld, en Guardiola var sáttur með stigin þrjú.

„Við sköpuðum okkur mikið af færum og hefðum getað skorað 5-6 mörk, en þau urðu bara þrjú og það var nóg. Við viljum alltaf skora en þetta snýst um að vera betri en andstæðingurinn í hverjum leik og við gerðum það,“ sagði Pep Guardiola.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.