Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr enska boltanum í gær

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Raheem Sterling skoraði fljótasta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar hann kom Manchester City yfr gegn Watford þegar 38 sekúndur voru liðnar af leiknum.

Christian Kabasele skoraði sjálfsmark rúmum tíu mínútum seinna og Sergio Aguero tryggði sigur City þrátt fyrir sárabótamark Andre Gray.

Í Swansea skoraði Fernando Llorente gegn sínum gömlu félögum og kom Tottenham yfir snemma leiks áður en Dele Alli tryggði 0-2 sigur.

Andy Carroll tryggði West Ham 2-1 sigur á West Bromwich Albion með marki í uppbótartíma og Crystal Palace heldur áfram góðu gengi með 1-2 sigri á Southampton.

Samantekt gærdagsins má sjá í spilaranum efst í fréttinni og öll helstu atvik úr einstaka leikjum hér fyrir neðan.

Manchester City - Watford 3-1

Swansea - Tottenham 0-2

West Ham - West Bromwich Albion 2-1

Southampton - Crystal Palace 1-2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.