Enski boltinn

Pressan á Hughes eykst eftir óvænt tap gegn Coventry | Loksins vann WBA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Spurning hvort þessi sé að renna út á tíma hjá Stoke City.
Spurning hvort þessi sé að renna út á tíma hjá Stoke City. Vísir/getty
Það gengur ekkert hjá Stoke þessa dagana undir stjórn Mark Hughes en Stoke féll úr leik í 64-liða úrslitum enska bikarsins eftir 1-2 tap gegn 2. deildar liði Coventry í dag.

Coventry sem Aron Einar Gunnarsson lék með um tíma komst yfir í tvígang í leiknum en Charlie Adam jafnaði metin fyrir gestina á milli marka.

Aðdáendur Stoke bauluðu á liðið og kölluðu eftir brottrekstri Hughes er leikmenn gengu af velli eftir síðasta leik enda hefur liðið aðeins unnið fjóra leiki í öllum keppnum eftir óvæntan sigur á Arsenal í fyrstu umferð.

West Brom vann fyrsta leik sinn undir stjórn Alan Pardew og fyrsta sigur sinn frá því í ágúst er þeir mættu 4. deildarliði Exeter á útivelli.

Gestirnir komust snemma leiksins yfir með marki frá Salomon Rondon en Jay Rodriguez bætti við marki skömmu síðar. Robson-Kanu fékk færi til að innsigla sigurinn í fyrri hálfleik af vítapunktinum en honum brást bogalistin.

Annað úrvalsdeildarlið, Bournemouth, lenti í veseni gegn 2. deildarliði en hinn sjóðheiti Will Grigg skoraði annað marka Wigan sem leiddi 2-0 í hálfleik en Bournemouth náði að kreista fram jöfnunarmark í uppbótartíma.

Newcastle, Southampton og Huddersfield unnu bæði sína leiki en Swansea þarf að leika aftur eftir markalaust jafntefli gegn toppliði Championship-deildarinnar í Wolves.

Öll úrslit dagsins:

Birmingham 1-0 Burton

Blackburn 0-1 Hull City

Bolton 1-2 Huddersfield

Bournemouth 2-2 Wigan

Brentford 0-1 Notts County

Cardiff 0-0 Mansfield

Carlisle 0-0 Sheffield Wednesday

Coventry 2-1 Stoke

Doncaster 0-1 Rochdale

Exeter 0-2 West Brom

Fulham 0-1 Southampton

Ipswich 0-1 Sheffield United

Milwall 4-1 Barnsley

Newcastle 3-1 Luton

QPR 0-1 Milton Keynes Dons

Stevenage 0-0 Reading

Watford 3-0 Bristol City

Wolves 0-0 Swansea

Wycombe 1-5 Preston

Yeovil 2-0 Bradford




Fleiri fréttir

Sjá meira


×