Enski boltinn

Ekkert glúten né mjólkurvörur ástæða velgengni Wilshere

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jack Wilshere
Jack Wilshere vísir/getty
Jack Wilshere trúir því að góður árangur hans með Arsenal í síðustu leikjum sé vegna breytinga í matarræði, en hann er hættur að borða glúten og mjólkurvörur.

Hinn 26 ára Wilshere skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Arsenal í tvö og hálft ár í jafnteflinu við Chelsea á miðvikudaginn.

Leikurinn var sá sjötti í röð sem Wilshere spilar frá upphafi til enda og virðist sem hann sé loksins laus við meiðslamartröð síðustu þriggja ára.

„Ég er ekki búin að borða glúten né mjólkurvörur í sex vikur. Ég lít betur út, ég hef misst nokkur kíló og er í betra formi. Ég er hraðari og endist lengur úti á vellinum. Eftir seinna markið gegn Chelsea þá vildi ég halda áfram að berjast og pressa og mér leið vel,“ sagði Wilshere.

„Ég þekki líkamann minn vel, veit hvaða mat er best að borða og hvernig ég á að jafna mig eftir leiki og passa að ég sofi nóg. Ég held ég sé í besta formi lífs míns,“ sagði Jack Wilshere.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×