Enski boltinn

63 leikmenn meiddust á aðeins 14 dögum í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Dann sleit krossband en hann var einn af fimm leikmönnum Crystal Palace sem meiddust.
Scott Dann sleit krossband en hann var einn af fimm leikmönnum Crystal Palace sem meiddust. Vísir/Getty
Það er óhætt að segja að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafi orðið fyrir blóðtöku í leikjum liða sinna yfir jólahátíðina.

Telegraph hefur tekið saman meiðsli leikmanna í leikjum ensku úrvalsdeildarliðinna frá 22. desember til 4. janúar.

Álagið var mikið á liðin en alls fóru fram 40 leikir í ensku úrvalsdeildinni á þessum tveimur vikum.

Alls voru 63 meiðsli skráð á þessum tíma en yfirlitið má sjá hér fyrir neðan.





Brighton, Chelsea og Newcastle sluppu best og misstu bara einn leikmann í meiðsli.

Sex leikmenn West Ham og fimm leikmenn Crystal Palace meiddust hinsvegar á þessum tveimur vikum. Tveir leikmenn Crystal Palace slitu krossband í sama leiknum.

Topplið Manchester City missti fjóra leikmenn í meiðsli alveg eins og Manchester United, Liverpool og Arsenal.



Mennirnir sem meiddust:

Arsenal

Xhaka, Kolasinac,Monreal, Ozil

Bournemouth

Stanislas, Fraser, King, Surman

Brighton

Schelotto

Burnley

Arfield, Wood

Chelsea

Christensen

Crystal Palace

Dann, Puncheon, Loftus-Cheek, Cabaye, McArthur

Everton

Keane, Gueye

Huddersfield

Lowe, Hadergjonaj

Leicester

Morgan, Simpson, Vardy, Chilwell

Liverpool

Coutinho, Henderson, Salah, Sturridge

Man City

Jesus, Kompany, Walker, Delph

Man Utd

Ibra, Smalling, Lukaku, Martial

Newcastle

Elliot

Southampton

Austin, Hoedt, Pied

Stoke

Pieters, Shawcross

Swansea

Rangel, Mesa, Naughton, Abraham

Tottenham

Rose, Kane, Dembele

Watford

Okaka, Pereyra

West Brom

Chadli, Phillips, Dawson, Rondon

West Ham

Antonio, Collins, Cresswell, Oxford, Sakho, Arnautovic, Ayew



Hér má líka finna alla greinina hjá Telegraph þar sem farið vel yfir leikjaálagið, breytingar stjóranna á liðum sínum og fjöldi meiddra leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×