Fleiri fréttir

Sprengjumaðurinn í Brussel er látinn

Maðurinn, sem sagður er hafa komið af stað sprengingu á Brussel-Centraal lestarstöðinni í belgísku höfuðborginni Brussel í dag, var skotinn til bana af öryggislögreglu.

Rapparinn Prodigy er látinn

Prodigy var annar liðsmanna Mobb Deep og átti hann stóran þátt í að móta hip-hop senuna í New York.

Rýmdu aðallestarstöðina í Brussel

Belgískir fjölmiðlar segja að maður með sprengibelti hafi verið á lestarstöðinni en talsmaður lögregla segir að ekki stafi hætta af honum lengur.

Flugferðum aflýst í Phoenix vegna hita

Spáð er 49°C hita í Phoenix í dag sem er einfaldalega of heitt fyrir sumar minni flugvélar. Yfir fjörutíu flugferðum hefur verið aflýst yfir heitasta tíma dagsins.

Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn

Tíu af 219 nýjum fjarreikistjörnum sem hafa fundist við greiningu á gögnum frá Kepler-geimsjónaukanum gætu hugsanlega verið heppilegar fyrir fljótandi vatn, undirstöðu þess að líf eins og við þekkjum það geti þrifist.

Múslimastúlka myrt á leið heim af bænastund

Nabra Hassanen, sautján ára unglingsstúlka, fannst látin á sunnudag en tilkynnt hafði verið um hvarf hennar þá um morguninn. Darwin Martinez Torres er grunaður um morðið en lögregla rannsaka það ekki sem hatursglæp.

Otto Warmbier er látinn

Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn.

Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel

Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins.

Árásarmaðurinn í London nafngreindur

Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales.

Einn látinn og átta slasaðir í London

Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær.

Gagnrýna sölu njósnabúnaðar

Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega að dönsk yfirvöld hafi gefið leyfi fyrir sölu á tæknibúnaði til Sádi-Arabíu, Óman og Katar sem gerir viðkomandi yfirvöldum kleift að njósna um heilar þjóðir á netinu, að mati sérfræðings við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum.

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki.

Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche

Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna.

Sjá næstu 50 fréttir