Erlent

Hafna því að flugvél hafi hrapað við slökkvistörf í Portúgal

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmenn yfirvalda reikna með að muni takast að ná tökum á eldunum innan skamms.
Talsmenn yfirvalda reikna með að muni takast að ná tökum á eldunum innan skamms. Vísir/afp
Flugvél sem notuð var við slökkvistarf í Portúgal hrapaði fyrr í dag. Enn hafa engar upplýsingar borist um slasaða.

BBC greinir frá því að vélin hafi verið af gerðinni Canadair og hrapað nærri Pedrógão Grande.

Á annað þúsund slökkviliðsmanna vinna nú að því að slökkva skógarelda í landinu. 64 hafa látið lífið og 130 slasast í eldunum síðan á laugardag. Fjölmargir létust þegar þeir voru í bílum sínum að reyna að flýja frá hamfarasvæðunum.

Talsmenn yfirvalda reikna með að muni takast að ná tökum á eldunum innan skamms en segja að mikill lofthiti hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.

Reiknað er með að hitinn komi til með að ná 38 gráðum síðar í vikunni. Þá er búist við að vindasamt verði sem kunni að verða til þess að eldar, sem búið er að ná tökum á, dreifist á ný.

Uppfært 19:24:

Talsmaður portúgalskra yfirvalda segja að fréttirnar um að flugvél hafi hrapað á hamfarasvæðinu séu ekki réttar. Frá þessu var greint um kl 18:50. Björgunarlið var sent á staðinn þar sem vélin var sögð hafa hrapað en þar fannst ekkert. Notast er við um þrjátíu flugvélar í slökkvistarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×