Erlent

Öfgamenn fleiri í Svíþjóð en fyrr

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fórnarlamba hryðjuverks í Stokkhólmi minnst.
Fórnarlamba hryðjuverks í Stokkhólmi minnst. Vísir/AFP
Þúsundir róttækra íslamista dvelja nú í Svíþjóð, að mati sænsku öryggislögreglunnar. Yfirmaður öryggislögreglunnar, Anders Thornberg, segir í viðtali við TT-fréttaveituna að menn hafi aldrei áður metið fjöldann svo mikinn.

Árið 2010 voru íslamskir öfgamenn um 200, að mati öryggislögreglunnar. Thornberg segir í viðtalinu að þeim hafi fjölgað úr hundruðum í þúsundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×