Erlent

Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA

Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni.

Business Insider greinir frá því að líklega skýrist þetta af yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og því að þessi hópur óttist að missa atvinnuleyfi innan Evrópusambandsins í kjölfarið.

Árið 2016 fengu 2.865 Bretar þýskan ríkisborgararétt. Samtals fengu 110 þúsund manns ríkisborgararétt á síðasta ári og jókst fjöldinn frá Bretlandi langmest. Flestir sem fengu ríkisborgararétt voru frá Tyrklandi, eða 16.290.

Ný könnun sýnir að meirihluti Breta, eða 69 prósent, sé mótfallinn svokölluðum „hörðum Brexit“ samningum sem myndu fela í sér verulega takmörkun á innflytjendum frá Evrópusambandinu til Bretlands og líklega takmarkaðan aðgang Breta að innri markaði Evrópusambandsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, aðhyllist slíka samninga.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórn May stendur veikum fótum

Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira