Erlent

Sean Spicer sagður eiga von á nýrri stöðu innan Hvíta hússins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði.
Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP

Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag.

Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar.

Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna.

Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn.

Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi.


Tengdar fréttir

Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið

Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira