Erlent

Vopnaður maður ók á lögreglubíl og lést

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir/EPA

Karlmaður ók á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Élysées í París í dag. Talið er að maðurinn hafi viljandi keyrt á lögreglubílinn en hann lést í kjölfarið og var eldur í bíl hans í nokkrar mínútur eftir áreksturinn.

Engir lögreglumenn né almennir borgarar slösuðust. Töluvert af vopnum fannst í bíl mannsins.

„Enn og aftur hefur verið ráðist á löggæslu menn í Frakklandi,“ er haft eftir Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, í frétt BBC.

Enn ríkir neyðarástand í Frakklandi í kjölfar hryðjuverka þar í landi undanfarin ár. Í apríl síðastliðnum var lögreglumaður skotinn til bana á Champs-Élyssées, þremur dögum áður en fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi fór fram.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira