Erlent

Vopnaður maður ók á lögreglubíl og lést

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir/EPA

Karlmaður ók á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Élysées í París í dag. Talið er að maðurinn hafi viljandi keyrt á lögreglubílinn en hann lést í kjölfarið og var eldur í bíl hans í nokkrar mínútur eftir áreksturinn.

Engir lögreglumenn né almennir borgarar slösuðust. Töluvert af vopnum fannst í bíl mannsins.

„Enn og aftur hefur verið ráðist á löggæslu menn í Frakklandi,“ er haft eftir Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, í frétt BBC.

Enn ríkir neyðarástand í Frakklandi í kjölfar hryðjuverka þar í landi undanfarin ár. Í apríl síðastliðnum var lögreglumaður skotinn til bana á Champs-Élyssées, þremur dögum áður en fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi fór fram.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira