Erlent

Íranir ráðast á skotmörk í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Átján manns létu lífið í hryðjuverkaárásinni í Teheran þann 7. júní.
Átján manns létu lífið í hryðjuverkaárásinni í Teheran þann 7. júní. Vísir/afp
Byltingarvörðurinn í Íran hefur greint frá því að herinn þar í landi hafi ráðist á skotmörk í Sýrlandi í dag. Árásin er sögð viðbrögð við hryðjuverkaárásinni í höfuðborginni Teheran fyrr í mánuðinum þar sem átján manns létu lífið.

Eldflaugunum var skotið frá herstöðvum vestarlega í Íran og á það sem stjórnvöld kalla búðir hryðjuverkamanna í Sýrlandi.

Fréttastofan Tasnim hefur eftir talsmönnum íranskra yfirvalda að búðirnar tengist hópi sem ber ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í höfuðborginni þann 7. júní þar sem ráðist var á þinghúsið og grafhýsi Ayatollah Khomeini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×