Erlent

Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út í bænum Nuugaatsiaq.
Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út í bænum Nuugaatsiaq. Vísir/afp

Lögregla á Grænlandi hefur gefið út aðra flóðbylgjuviðvörun. Hætta sé á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins.

Fjögurra er saknað í þorpinu Nuugaatsiaq eftir að flóðbylgja og sjávarflóð fylgdu jarðskjálfta sem reið yfir seint í gærkvöldi. Skjálftinn var fjórir að stærð.

Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út. Íbúar í þorpinu hafa verið fluttir burt.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag grænlenskum stjórnvöldum aðstoð vegna flóðbylgjunnar. Sagði hann hug íslensku þjóðarinnar með Grænlendingum.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira