Erlent

Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út í bænum Nuugaatsiaq.
Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út í bænum Nuugaatsiaq. Vísir/afp
Lögregla á Grænlandi hefur gefið út aðra flóðbylgjuviðvörun. Hætta sé á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins.

Fjögurra er saknað í þorpinu Nuugaatsiaq eftir að flóðbylgja og sjávarflóð fylgdu jarðskjálfta sem reið yfir seint í gærkvöldi. Skjálftinn var fjórir að stærð.

Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út. Íbúar í þorpinu hafa verið fluttir burt.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag grænlenskum stjórnvöldum aðstoð vegna flóðbylgjunnar. Sagði hann hug íslensku þjóðarinnar með Grænlendingum.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×