Erlent

Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fréttamenn eru á staðnum og flytja fregnir jafn óðum. Svæðið er afgirt.
Fréttamenn eru á staðnum og flytja fregnir jafn óðum. Svæðið er afgirt.
BBC hefur birt myndband sem sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn sem keyrði sendiferðabíl inn í hóp af múslímum seint í gærkvöldi. Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni.

Árásarmaðurinn er 48 ára gamall maður, hvítur á hörund, og keyrði hann sendiferðabíl inn í hóp að fólki.

Árásin beindist að múslimum sem voru að koma úr bænastund í mosku. Lögreglan tilkynnti að um hryðjuverkaárás væri að ræða aðeins átta mínútum eftir að tilkynnt var um slysið. Maðurinn hefur verið handtekinn og talið er að hann hafi verið einn að verki.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Einn látinn og átta slasaðir í London

Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×