Erlent

Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
120 íbúðir voru í Grenfell-turni.
120 íbúðir voru í Grenfell-turni. vísir/epa

Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar fyrir hádegi í dag en yfirvöld segja að tala látinna geti enn hækkað. Af þeim særðust í brunanum eru átján enn á spítala og þar af níu enn á gjörgæslu.

Margar fjölskyldur misstu fleiri en einn ástvin í brunanum. Allt kapp er nú lagt á að bera kennsl á þá sem létust og að ná þeim út úr byggingunni. Lögreglan ítrekar þó að hugsanlega verði ekki hægt að bera kennsla á alla þá sem létu lífið og að það gæti margar vikur að finna alla og ná öllum út úr turninum.

„Þetta er ótrúlega erfiður tími fyrir fjölskyldur og það er mjög erfitt að lýsa eyðileggingunni sem bruninn olli. Það sem er mikilvægt fyrir mig er að finna svör fyrir fjölskyldurnar sem eiga nú um sárt að binda,“ sagði Stuart Cundy hjá lögreglunni í London á blaðamannafundinum í morgun.

Þá sagði hann einnig að það gæti hafa verið fólk inni í húsinu sem lögreglan vissu ekki af en þá gæti einnig verið að einhverja sé saknað sem hafi náð að flýja eldsvoðann. Hann hvatti þessa einstaklinga til að gefa sig fram.

Einnar mínútu þögn var í Bretlandi í morgun til að minnast þeirra sem létust.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira