Erlent

Bandaríkjaher skaut niður sýrlenska herþotu

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjaher segist hafa brugðist við í sjálfsvörn.
Bandaríkjaher segist hafa brugðist við í sjálfsvörn. Vísir/afp

Herir bandamanna, undir stjórn Bandaríkjahers, skaut í dag niður sýrlenska herþotu í Raqqa-héraði í Sýrlandi.

Talsmaður sýrlenska hersins segir að þotan hafi verið að ráðast gegn liðsmönnum ISIS þegar skotið var á hana fyrr í dag.

Í frétt BBC er haft eftir talsmanninum að atvikið muni hafa „hættulegar afleiðingar“ í för með sér í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Bandaríkjaher segist hafa brugðist við í sjálfsvörn eftir að Sýrlandsher varpaði sprengjum á svæðum nálægt uppreisnarhópum sem njóta stuðnings Bandaríkjahers og bandamanna þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira