Erlent

Bandaríkjaher skaut niður sýrlenska herþotu

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjaher segist hafa brugðist við í sjálfsvörn.
Bandaríkjaher segist hafa brugðist við í sjálfsvörn. Vísir/afp

Herir bandamanna, undir stjórn Bandaríkjahers, skaut í dag niður sýrlenska herþotu í Raqqa-héraði í Sýrlandi.

Talsmaður sýrlenska hersins segir að þotan hafi verið að ráðast gegn liðsmönnum ISIS þegar skotið var á hana fyrr í dag.

Í frétt BBC er haft eftir talsmanninum að atvikið muni hafa „hættulegar afleiðingar“ í för með sér í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Bandaríkjaher segist hafa brugðist við í sjálfsvörn eftir að Sýrlandsher varpaði sprengjum á svæðum nálægt uppreisnarhópum sem njóta stuðnings Bandaríkjahers og bandamanna þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira