Fleiri fréttir

Varað við stormi upp úr hádegi

Storminum eiga að fylgja hvassar vindhviður við fjöll sem geta verið varasamar farartækjum sem taka á sig mikinn vind.

Dregur úr ofbeldi á Litla-Hrauni

Til alvarlegra átaka kom á Litla-Hrauni nýverið. Um er að ræða eina ofbeldismálið sem komið hefur á borð lögreglunnar á árinu. Ofbeldismálum í fangelsinu hefur fækkað sem hlutfall af agabrotum á síðustu árum.

Mun oftar leitað að ungmennum

Það sem af er ári hafa borist 66 prósent fleiri óskir um leit að börnum og ungmennum en bárust að meðaltali síðustu tvö ár á undan samkvæmt skýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey

Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook.

Segist ekki hafa vitað að Jón Gunnarsson væri talsmaður skatta

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segist ekki hafa vitað það fyrir fram að Jón Gunnarson, samgönguráðherra væri talsmaður skatta. Runólfur dró ekkert undan í umræðum um vegatolla þegar hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Leikskólabörn læra forritun

Börn á leikskólaaldri læra undirstöðuatriði forritunar í tæknismiðju Skema. Ber þar fyrst að nefna að nota tölvumús.

Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall

Formaður Öryrkjabandalagsins segir dóm héraðsdóms, um að Áslaug Ýr fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.

Veðurstofan varar við mikilli rigningu

Veðurstofan hefur sent frá sér tilkynningu vegna mikillar rigningar sem spáð er um landið sunnan-og suðaustanvert eftir hádegi á morgun, þriðjudaginn 18. júlí og fram á miðvikudag 19. júlí.

Lögreglan varar enn við vingjarnlegum sölumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar varnaðarorð sín til þeirra sem íhuga að eiga viðskipti við vingjarnlega, erlenda sölumenn sem bjóða vandaðan fatnað til sölu á mjög hagstæðu verði, en grunur leikur á að varningurinn sé ekki í þeim gæðaflokki sem fullyrt er.

Smálánafyrirtæki sektuð um tíu milljónir

Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var.

Sjö skipverjar af Polar Nanoq koma fyrir dóm

Áformað er að taka skýrslu af sjö skipverjum af Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjness á morgun en þá á aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen að hefjast.

Flateyjargátan í uppnámi

Framleiðslu Flateyjargátunnar hefur verið frestað. Ekki fékkst samningur við Kvikmyndamiðstöð. Forstjóri Saga Film segir forgangsröðun skrítna. Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir ekki hægt að veita fleiri styrki en fjármagn leyfir.

Raflínur úr lofti í jörð

Stjórnvöld vilja auka hlut jarðstrengja í raforkukerfinu. Loftlínur verði síður sýnilegar og fjarri friðlýstum svæðum. Kostnaður við jarðstrengi fer minnkandi.

Segir skýrslu Hafró aðeins innlegg í umræðuna

Kristján P. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segist ekki líta á nýja skýrslu Hafrannsóknastofnunar, þar sem lagst er gegn auknu laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, sem „endanlegan stóra dóm“. Skýrslan sé aðeins innlegg í umræðuna.

Áslaug áfrýjar túlkadómi

Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni.

Karlar þurfi betri fyrirmyndir

"Það líður ekki sá mánuður að ég horfi ekki á eftir einhverjum sem ég þekki persónulega eða er tengdur einhverjum sem ég þekki sem fremur sjálfsvíg. Oft ungir strákar sem ættu að eiga framtíð, óskrifaða og bjarta, hafa hæfileika og vini allt ætti að vera gott.“ Þetta segir Starri Hauksson í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Pistillinn hefur farið hátt á samskiptamiðlinum en honum hefur nú verið deilt hátt í eitt hundrað sinnum.

Fátækt ekki aumingjaskapur

Ásta Dís flutti ræðu um málefni fátækra á vel sóttu Sumarþingi fólksins í Háskólabíói. Í samtali við Vísi sagði Ásta að pólitískar ákvarðanir væru forsenda þess að fólk lendi í fátæktargildru.

Ringulreið á safnstæðum

Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum.

Vilja útrýma fátækt og mismunun

Samstaða og baráttuandi einkenndu Sumarþingið að sögn Ingu. Hún segist hafa orðið fyrir miklum hughrifum: "Það var mikil bylgja í Háskólabíói. Hátt í þúsund manns stóðu upp og klöppuðu.“

Sjá næstu 50 fréttir