Innlent

Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þetta kort sýnir staðsetningu skólpdælustöðvanna.
Þetta kort sýnir staðsetningu skólpdælustöðvanna. veitur

Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. Vegna viðgerðarinnar þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól og hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn. Veitur ráðleggja fólki því að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum mun viðgerðin hefjast klukkan 8 í fyrramálið og er gert ráð fyrir að stillingar og prófanir standi yfir til miðnættis.

Vegna bilunarinnar sem kom upp í dælustöðinni við Faxaskjól flæddi óhreinsað skólp í sjóinn og varð vart við saurmengun af þeim sökum. Almenningur var þó ekki upplýstur um mengunina þar sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af menguninni.

Málið komst því ekki upp fyrr en um það var fjallað í fjölmiðlum og hefur sú ákvörðun að segja ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó sætt mikilli gagnrýni enda er svæðið þar sem mengunin var vinsælt útivistarsvæði í Vesturbæ Reykjavíkur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira