Innlent

Leikskólabörn læra forritun

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Börnin lærðu að nota tölvumús á fyrsta degi námskeiðsins.
Börnin lærðu að nota tölvumús á fyrsta degi námskeiðsins. visir/skjáskot

Í tæknismiðjunni fá nemendur á aldrinum fjögurra ára til sex ára tækifæri til að leysa hin ýmsu verkefni með tækninni á skapandi máta og læra undirstöðuatriði forritunar í gegnum borðspil, forritun róbóta og með því að leysa þrautir.

Rakel Sölvadóttir, verkefnastjóri Skema í HR, segir forritun eins og tungumál og því sé það gott fyrir börn að vera svona ung þegar þau læra tungumálið.

Fréttir Stöðvar 2 kíkti við á fyrsta degi námskeiðsins þar sem börnin af snertiskjáskynslóðinni lærðu að nota tölvumús, en hún var þeim mörgum algjörlega ókunnug. Viðtöl við upprennandi tölvusnillinga má sjá í myndbandinu að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira