Innlent

Flugvél Landhelgisgæslunnar fann bát með flóttafólki

Kristín Ólafsdóttir skrifar
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sinnir nú landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sinnir nú landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi. Landhelgisgæslan

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug fyrir helgi til Sikileyjar á Ítalíu til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi. Um helgina kom áhöfn vélarinnar auga á bát með flóttafólk innanborðs sem færður var til hafnar.

Báturinn sem TF-SIF kom auga á í eftirlitsflugi. Landhelgisgæslan

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hafi flogið til Sikileyjar á Ítalíu nú fyrir helgi. Markmið ferðarinnar var að sinna landamærareftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex, en verkefnið er liður í svokallaðri Tríton-áætlun stofnunarinnar.

Í fyrsta eftirlitsflugi flugvélarinnar nú um helgina kom áhöfn hennar auga á bát sem vakti grunsemdir en í hópnum reyndust vera tveir smyglarar.

„Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að um borð var hópur flótta- og farandfólks, alls um fimmtíu manns. Ítalska lögreglan færði bátinn til hafnar,“ segir í tilkynningunni.

„Fólkið er nú komið í öruggt skjól og fara ítölsk stjórnvöld nú með málefni þess. Tveir smyglarar hafa verið handteknir.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira