Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Starfsmenn heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis rannsaka nú dularfulla mengun í Varmá í Mosfellsbæ en þar hafa fiskar drepist og ítrekað verið tilkynnt um mengun á undanförnum dögum, síðast í dag þegar fréttateymi Stöðvar 2 var á staðnum. Fjallað verður um mengunina í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við formann Öryrkjabandalags Íslands, sem segir dóm héraðsdóms um að stúlka fái ekki túlkaþjónustu í sumarbúðum, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðra.

Loks verðum við í beinni frá Hollandi, þar sem landsliðskonur Íslands í fótbolta undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn á EM, en flautað verður til leiks á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×