Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Starfsmenn heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis rannsaka nú dularfulla mengun í Varmá í Mosfellsbæ en þar hafa fiskar drepist og ítrekað verið tilkynnt um mengun á undanförnum dögum, síðast í dag þegar fréttateymi Stöðvar 2 var á staðnum. Fjallað verður um mengunina í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við formann Öryrkjabandalags Íslands, sem segir dóm héraðsdóms um að stúlka fái ekki túlkaþjónustu í sumarbúðum, vera áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðra.

Loks verðum við í beinni frá Hollandi, þar sem landsliðskonur Íslands í fótbolta undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn á EM, en flautað verður til leiks á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira