Innlent

Eldur kviknaði í United Silicon

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Þegar slökkviliðsmenn bar að garð leit ástandið verr út en það var.
Þegar slökkviliðsmenn bar að garð leit ástandið verr út en það var. Vísir/Jóhann

Eldur kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Tilkynning barst til Brunavarna Suðurnesja skömmu fyrir klukkan þrjú, en þá hafði eldurinn borist frá affallsloka og réðu starfsmenn ekki við hann. Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa.

Þegar slökkviliðsmenn bar að garð leit ástandið verr út en það var vegna alls reyksins og einnig torveldaði slökkvistarf að ekki var hægt að nota vatn á eldinn.

Þegar þetta er skrifað var slökkvistarfi lokið og voru slökkviliðsmenn að ganga frá.

Eldur kom einnig upp í verksmiðjunni þann 18. apríl síðastliðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira