Innlent

Sjö skipverjar af Polar Nanoq koma fyrir dóm

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl.
Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl. vísir/vilhelm

Áformað er að taka skýrslu af sjö skipverjum af Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjness á morgun en þá á aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen að hefjast. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, í samtali við Vísi.

Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn auk þess sem hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Meginreglan er sú að aðalmeðferð hefjist á því að tekin er skýrsla af sakborningi en ekki er unnt að koma því við núna þar sem matsgerð þýsks réttarmeinafræðings, Urs Oliver Wiesbrock, liggur ekki fyrir.

Verjandi Thomasar fór fram á að fá réttarmeinafræðinginn til að svara fimm spurningum í málinu auk þess sem bæklunarlæknir var fenginn til að leggja mat á ástand Thomasar.

Thomas var skipverji á Polar Nanoq og var skipið í höfn hér á landi þegar Birna hvarf. Skipið er nú aftur í höfn hér og á því að nota tækifærið og taka skýrslur af skipverjunum. Stefnt er að því að aðalmeðferðin haldi svo áfram í lok ágúst.


Tengdar fréttir

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller eftir mánuð

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller mun hefjast þann 18. júlí klukkan 9:15. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira