Innlent

Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bjarki Már var á nítjánda aldursári.
Bjarki Már var á nítjánda aldursári. Vísir
Maðurinn sem varð undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi þann 11.júlí síðastliðinn hét Bjarki Már Guðnason. Bjarki Már var á nítjánda aldursári og búsettur á Selfossi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Bjarki hafði verið að sækja varahluti undan bíl, þegar tjakkurinn sem hélt bílnum uppi, gaf sig. Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru árangur og var hann í framhaldinu fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann var úrskurðaður látinn fjórum dögum síðar.


Tengdar fréttir

Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi

Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×