Bólusetningar

Fréttamynd

„Þetta er afturför um heilan áratug“

Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist.

Erlent
Fréttamynd

Hvert beinist þín andúð?

Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög.

Skoðun
Fréttamynd

Controlant í „stöðugum“ við­ræðum við fjár­festa um mögu­leg kaup á stórum hlut

Viðræður standa stöðugt yfir við sum af stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims um möguleg kaup á ráðandi hlut í Controlant en íslenska hátæknifyrirtækið hefur engu að síður gefið út að það hyggist sækja sér aukið fé á komandi vikum til að brúa fjárþörf þess til skamms tíma. Í hópi stærri hluthafa Controlant gætir nokkurra efasemda um það verði gert með hlutafjárútboði en félagið, sem er í dag metið á nærri 100 milljarða, segist ekki vera búið að ákveða hvort það verði niðurstaðan eða sótt fjármagn með annars konar hætti.

Innherji
Fréttamynd

Leikskólabörn að greinast með flensuna

Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust

Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Um tvö þúsund manns mættu í bólu­setningu

Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu.

Innlent
Fréttamynd

Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag

Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Hefja aftur bólu­setningar­á­tak í Laugar­dals­höll

Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 

Innlent
Fréttamynd

Moderna lögsækir Pfizer

Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna ætlar að lögsækja lyfjarisann Pfizer og BioNTech, þýska samstarfsaðila hans, fyrir brot á einkaleyfisrétti við þróun fyrsta bóluefnisins við Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Fundu mænusótt í skólpi í New York

Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug.

Erlent