Kosningar 2013 Skoðun

Fréttamynd

Efnahagslegar þjóðsögur

Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.

Skoðun
Fréttamynd

Brotvænt Ísland

Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið.

Skoðun
Fréttamynd

Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar

Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.

Skoðun
Fréttamynd

Frá Besta til Bjartrar framtíðar

Það krefst kjarks að kjósa sér ný vinnubrögð í stjórnmálum og ég veit að stór hluti Íslendinga á hlut í því að tekist hefur að nútímavæða stjórnmálin í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpum þeim

Á Íslandi er ekki góðæri en hér er ekki hungursneið, mikil fátækt eða lítið aðgegni að vatni sem hægt er að drekka. Þetta er samt sem áður staðreynd í ríkjum sem Íslendingar hjálpa árlega með því að veita þróunaraðstoð sem núna er að fara í 24 milljarða næstu fjögur árin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar frelsið?

Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar þú að kjósa með buddunni?

Skattpíning og höft eru í dag stærstu orsakir doða á Íslandi. Skattar eru stærsti útgjaldaliður íslenskra heimila: Yfir 50% af útgjöldum þeirra eru nú skattar. Kíkjum á nokkur skemmdarverk núverandi ráðherra. Þeir:

Skoðun
Fréttamynd

Að henda hæfileikum

Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum.

Skoðun
Fréttamynd

Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá?

Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir fólkið í landinu

Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnhagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin.

Skoðun
Fréttamynd

Verða heimilin látin brenna áfram

Hugsum málið til enda. Framsóknarflokkurinn er eini gamli fjórflokkurinn sem hefur staðið í lappirnar með heimilum landsins þó án þess að geta hingað til komið þeim til bjargar og er eini gamli fjórflokkurinn sem lofar aö standa með heimilunum eftir næstu kosningar ef þeir komast til valda. Þeir munu að öllum líkindum verða sá flokkur sem fær fyrstur stjórnarmyndunarumboðið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf velferðarkerlingu á þing

Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum Samfylkinguna

Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðið

Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband.

Skoðun
Fréttamynd

Hagkerfin tvö

Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn.

Skoðun
Fréttamynd

Já, en Einar Kristinn

Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðilegt sumar!

Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum stjórnmálum

Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.