Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Þetta eru sigur­vegarar Óskarsins 2023

Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun.

Lífið
Fréttamynd

Sara vann ekki Óskarsverðlaun

Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin.

Lífið
Fréttamynd

Blonde valin versta myndin á Razzie-verðlaunahátíðinni

Razzie-verðlaunin svokölluðu voru veitt í Hollywood nú í morgun, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1980 en skipuleggjendur lýsa þeim sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins.

Lífið
Fréttamynd

The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn

Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Hita upp fyrir Óskars­verð­launin

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Missti son sinn út af Basic Instinct

Leikkonan Sharon Stone segist hafa misst forræði yfir syni sínum í forræðisdeilu vegna atriðis í kvikmyndinni Basic Instinct. Hún segir áreitið eftir að myndin kom út hafa verið gífurlegt.

Lífið
Fréttamynd

Lineker út í kuldann vegna um­­­mæla á sam­­fé­lags­­miðlum

Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Síðasta vídeóleigan í bænum lokar dyrunum

Þau tíðindi verða í lok mánaðar þegar síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri lokar dyrum sínum. Um er að ræða Aðalvideoleiguna við Klapparstíg þar sem Reynir Maríuson hefur staðið vaktina í á fjórða áratug.

Lífið
Fréttamynd

Robert Blake er látinn

Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður, er látinn. Blake varð 89 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Topol er látinn

Ísraelski leikarinn Chaim Topol, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, er látinn. Hann varð 87 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp.

Lífið
Fréttamynd

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning
Fréttamynd

Spjall­þáttur Rachael Ray kveður skjáinn

Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 

Lífið
Fréttamynd

Tom Sizemore er látinn

Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall.

Lífið