Heimsþing kvenleiðtoga

Fréttamynd

„Stundum er litið á þig sem ó­vin fólksins“

Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Malaví segir margt líkt með malavísku og íslensku samfélagi. Hún starfar sem einskonar löggæsla mannréttinda og kynjajafnréttis og segir það oft erfitt. Ungt fólk taki málstaðnum betur en það eldra. 

Innlent
Fréttamynd

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Innlent
Fréttamynd

Aftur­för í við­horfum til leiðtogakvenna en Ís­land á toppnum

Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum.

Innlent
Fréttamynd

„Saman erum við náttúru­afl“

Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin.

Lífið
Fréttamynd

Heims­þing kvenleiðtoga í Reykja­vík horfir til að­gerða og lausna

Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga

Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins

Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst

Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna Sigurðar­dóttir hlaut braut­ryðj­enda­verð­launin

Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, hlaut í dag braut­ryðj­enda­verð­launin á Heims­þingi kven­leið­toga í Hörpu. Verð­launin, sem eru nefnd Tra­il­blazer Award, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn en þau eru veitt kven­þjóðar­leið­togum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kyn­slóðir í jafn­réttis­málum.

Innlent
Fréttamynd

Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu

Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“

Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Eigum samt enn langt í land“

Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Spilling geri ríki alltaf fátækari

Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“

Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn mun verða skikkaður í hælaskó

Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2