Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Fréttamynd

Sú marka­hæsta ekki með vegna klaufa­legra mis­taka

Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni

Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda og fé­lagar hentu Val úr keppni

Valskonur verða ekki með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að þær steinlágu gegn Twente í Hollandi í dag, 5-0, í úrslitaleik um að komast í seinni umferð undankeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís Rún og stöllur einu skrefi nær riðla­keppninni

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 3-1 sigri Vålerenga á Farul Constanta frá Rúmeníu. Sigurinn hleypir Vålerenga einu skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er merkilegur fyrir þær sakir að liðið var manni færri og marki undir frá því á 30. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona Evrópu­meistari

Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon í úr­slit Meistara­deildar Evrópu

Franska stórliðið Lyon er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum. Lyon mætir Barcelona í úrslitaleiknum sem fram fer Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao á Spáni þann 25. maí næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG mætir Lyon í undan­úr­slitum

París Saint-Germain vann öruggan 3-0 sigur á BK Häcken í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. PSG vinnur einvígið 5-1 samanlagt og mætir Lyon í undanúrslitum.

Fótbolti