Höfundatal

Fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu
„Tíu eða ellefu ára varð ég kúskur sem þýddi að ég fékk náðarsamlegast að þræla mér út launalaust allan daginn að moka skít, teyma undir, leggja á, kenna smákrökkum og lóðsa ferðamenn um Rauðhóla. Ég dýrkaði þetta auðvitað,“ segir listakonan Rán Flygering.

Þeir yngri komist vart að meðan Arnaldur fái fimm stjörnur í vöggugjöf
Steinar Bragi er höfundur í algjörum sérflokki, segir Björn Vilhjálmsson gagnrýnandi Víðsjár Ríkisútvarpsins og heldur ekki vatni: „… sendir hérna frá sér sína bestu bók, og það er að segja eitthvað.“ Björn sparar sig hvergi en hann er að tala um Truflunina nýjustu skáldsögu höfundar. Steinar Bragi er viðmælandi Vísis í Höfundatali.

Sjokkerandi ferðalag Sóla um undirheima í fylgd Herra Hnetusmjörs
Sóli Hólm hefur ritað sögu Herra Hnetusmjörs og það kemur meðal annars á daginn að þeir tveir eiga sitthvað sameiginlegt.

Söguefnið gott því að hamfarirnar eru mögulegar
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður, hefur mikinn áhuga á hamförum. Og hamfarirnar rekur hún svo sannarlega, eins vísindalegar og raunverulegar og henni var framast unnt, í nýútkominni skáldsögu sinni.

Stella Blómkvist segist harðánægð með að hafa lagt Bókasafnssjóð
Barátta Stellu við Bókasafnssjóð snýst ekki bara um peninga heldur réttindi almennra borgara.

„Draumurinn leiddi mig að hylnum“
Hinar myrku miðaldir eru undir í nýrri skáldsögu Þóru Karítasar. Í ítarlegu viðtali kemur meðal annars fram að hún rann á tímabili saman við aðalpersónu bókarinnar sem kvaddi sitt líf í Drekkingarhyl.

Glæpasagan jafn merkilegt bókmenntaform og hvað annað
Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur heldur því fram að góð glæpasaga snúist ekki síður um persónusköpun en sjálft plottið.

Át sveppi með Bubba og ritaði um hann bók hálfri öld síðar
Árni Matthíasson segir að aldrei sé hægt að fá nóg af Bubba Morthens.

Oft ekki sammála sjálfum sér
Halldór Armand segir nýja bók sína, sem ber titilinn Bróðir, marka kaflaskil á ferli hans.

Hið litla sæta og gerspillta Ísland
Gamalgróin spilling og klíkuræði hefur lengi verið plága á Íslandi; ávísun á andverðleikasamfélag að mati Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.

Guð er langfyndnasti grínistinn
Bragi Páll er um það bil eins skepnulegur við sínar persónur og hægt er að vera.

Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl
Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður.

Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt
Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna.

Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka
Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík.

Þessi ómótstæðilega og óþolandi landeyða
Bókajólin verða góð. Þó ekki sé nema fyrir eina bók. Einar Kárason hefur skrifað aðra bók um Eyvind Storm.

Hið uppdiktaða sjálf Auðar
Auður Jónsdóttir segir það hafa tekið verulega á að skrifa nýju bókina en þá gramsaði hún í löngu gröfnum minningum sem hún vissi ekki hvort væru raunverulegar.

Vantar fleiri lesbíur í skáldskapinn
Lilja Sigurðardóttir segir það í tísku að hreyta ónotum í glæpasögurnar.

Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba
Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun.

Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund
Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn.

Fleiri en Balti í bíómyndum
Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum.