Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Fréttamynd

Eru samningar Lands­virkjunar við land­eig­endur við Þjórs­á lög­legir?

Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi

Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­leg á­hrif af sam­búð með Lands­virkjun

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 6. janúar síðastliðinn við sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Harald Þór Jónsson, kemur fram að skoða þurfi áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar á samfélagið. Samfélagsleg áhrif Landsvirkjunar á þetta litla samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þaðan sem ég er ættuð og ber sterkar taugar til, hafa lengi verið mér hugleikin. Ég tek undir þetta hjá Haraldi.

Skoðun
Fréttamynd

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal

„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

10 ára smalastrákur fer á kostum með tíkinni Gló

Tíu ára strákur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kallar ekki allt ömmu sínu þegar kemur að því að smala kindum með hundi. Hann notar allskonar hljóðskipanir á hundinn, sem hlýðir öllu, sem strákurinn biður hann um að gera.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti

Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Fjallaböðin á lokastigi hönnunar

Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum

Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinst hér á landi

Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg.

Innlent
Fréttamynd

Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn

Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær.

Innlent
Fréttamynd

Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum

Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum.

Innlent
Fréttamynd

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri

Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

Innlent
Fréttamynd

Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur

Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Innlent