Molinn

Fréttamynd

Fluttur heim til Íslands

Snorri Helgason, fyrrum meðlimur Sprengjuhallarinnar, er fluttur heim til Íslands eftir ársdvöl í London þar sem hann einbeitti sér að tónlistarferlinum. Hann er þó ekki fluttur heim til að slaka á því í lok febrúar leggur hann af stað í tveggja vikna tónleikaferð um Pólland. Spilamennska víðar um Evrópu er einnig fyrirhuguð á næstu mánuðum. Snorri hefur jafnframt gefið út nýtt myndband við lagið Mockingbird sem hin ítalska Elisa Vendramin leikstýrði.

Lífið
Fréttamynd

Danir hrífast af Bryndísi Jakobs

Bryndís Jakobsdóttir og eiginmaður hennar, hinn danski Mads Mouritz, skipa dúettinn Song for Wendy. Þau gáfu út plötuna Meeting Point í fyrra og nú virðast Danir vera byrjaðir að gefa þeim gaum.

Lífið
Fréttamynd

Ljótu úrin hrannast upp hjá Rúnari

Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, nýtti tækifærin vel á Evrópumótinu, eftir að hafa komið inn í hópinn fyrir milliriðilinn. Rúnar var valinn besti maður Íslands í síðustu tveimur leikjunum og fékk að launum verðlaunagripi og armbandsúr frá Adidas.

Lífið
Fréttamynd

Stálin stinn í Bombunni

Stálin stinn mætast í Spurningabombunni hans Loga Bergmanns á Stöð 2 föstudagskvöld. Helstu keppinautar Loga í spurningabransanum, Ha? af Skjá einum og Útsvar af RÚV senda fulltrúa sína, en búast má við að keppnin verði gríðarlega hörð.

Lífið
Fréttamynd

Gerir mynd um handbolta

Hönnuðurinn Mundi mun leikstýra stuttmynd um handbolta og fara tökur fram í Víkingsheimilinu næsta laugardag. Vigfús Þormar Gunnarsson fer með aðalhlutverkið en hann stundar leiklistarnám við Kvikmyndaskóla Íslands.

Lífið