Fréttir Merkel í heimsókn í Kína Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna. Erlent 22.5.2006 09:13 Olmert í Washington Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni. Erlent 22.5.2006 08:53 Blair í Bagdad Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak. Erlent 22.5.2006 08:48 Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu. Erlent 22.5.2006 08:40 Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. Innlent 22.5.2006 07:44 Íslenskur sigur í Digranesi Íslenska kvennalandsliðið í blaki gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta riðli undankeppni Evrópumóts smáþjóða sem haldinn var í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í keppninni og sýndi gríðarlegan karakter í úrslitaleiknum gegn Kýpur í gær. Sport 21.5.2006 20:53 2 marka sigur FH í Laugardalnum Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka útisigur á Val, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að fá bæði mörkin á sig eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar. Ármann Smári Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk Íslandsmeistaranna sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Sport 21.5.2006 21:53 Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. Fótbolti 21.5.2006 21:31 Ármann Smári kemur FH yfir gegn Val FH hefur náð forystu gegn Val á Laugardalsvelli, 0-1 í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Það var fyrrverandi Valsmaðurinn Ármann Smári Björnsson sem skoraði markið með skalla í þverslána og inn eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar af vinstri kanti. Leiknum er lýst beint hér á Vísi. Sport 21.5.2006 20:35 Spangsberg byrjar inni á í stað Garðars Willum Þór Þórsson þjálfari Vals hefur tekið Garðar Gunnlaugsson og Baldur Aðalsteinsson úr byrjunarliði Vals sem tekur á móti FH í stórleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn. Við bendum á að Vísir er einnig með beina útsendingu frá leiknum... Sport 21.5.2006 20:18 Svíar heimsmeistarar í íshokkí Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl. Sport 21.5.2006 19:54 Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. Innlent 21.5.2006 16:29 Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. Erlent 21.5.2006 18:58 Veigar Páll markahæstur í Noregi Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jöfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. Sport 21.5.2006 18:56 Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. Innlent 21.5.2006 16:23 Þróttur eitt á toppnum Þróttur Reykjavík er eitt á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið en annarri umferð lauk með þremur leikjum nú undir kvöldið. Þróttarar lögðu Víking Ólafsvík á útivelli, 2-3, HK vann 4-1 sigur á KA á meðan Þór Akureyri gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Sport 21.5.2006 18:14 Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria. Sport 21.5.2006 18:04 Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." Erlent 21.5.2006 17:34 Fyrsti titill Hingis í 4 ár Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. Sport 21.5.2006 17:26 Finnar unnu bronsið á HM Finnar tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Ríga í Lettlandi með því að vinna Kanada, 5-0. Það var varamarkvörður Finna sem var hetja sinna manna en hann varði 37 skot í leiknum. Sport 21.5.2006 17:04 Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Sport 21.5.2006 16:34 Watford í ensku úrvalsdeildina Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins.Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. Sport 21.5.2006 15:58 Dawson inn fyrir Young Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu hefur kallað á Michael Dawson, varnarmann Tottenham til að vera til taks fyrir HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Hinn 22 ára Dawson tekur sæti Luke Young, leikmanns Charlton sem meiddist á ökkla á æfingu. Sport 21.5.2006 14:59 Watford yfir í háfleik gegn Leeds Watford er yfir gegn Leeds, 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jay DeMerit skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu en leikið er á Þúsaldarvellinum í Cardiff undir lokuðu þaki. Sport 21.5.2006 14:50 Etoo markakóngur á Spáni Kamerúninn Samúel Etoo varð markakóngurinn í spænska fótboltanum. Evrópu og Spánarmeistarar Barcelona máttu þola ósigur, 3-1 fyrir Athletic Bilbao í síðasta leiknum í spænsku úrvalsdeildinni. Sport 21.5.2006 14:31 Nýr golfvöllur tekinn í notkun Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn. Sport 21.5.2006 14:19 Watford eða Leeds í úrvalsdeildina Leeds og Watford keppa í dag um réttinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en úrslitaleikur liðanna hófst nú kl 14. Leikurinn fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff og er sýndur beint á Sýn. Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds. Sport 21.5.2006 14:12 Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. Innlent 21.5.2006 13:01 Eiður Smári í skiptum fyrir Nistelrooy? Enska dagblaðið News of the World greinir frá því í dag að fótboltaliðin Chelsea og Manchester United skipti hugsanlega á leikmönnum. Samkvæmt blaðinu er Eiður Smári Guðjohnsen á leið til Manchester United en hollenski sóknarmaðurinn hjá United, Ruud van Nistelrooy fer í staðinn til Chelsea. Sport 21.5.2006 12:36 Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. Erlent 21.5.2006 12:29 « ‹ ›
Merkel í heimsókn í Kína Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna. Erlent 22.5.2006 09:13
Olmert í Washington Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni. Erlent 22.5.2006 08:53
Blair í Bagdad Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak. Erlent 22.5.2006 08:48
Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu. Erlent 22.5.2006 08:40
Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. Innlent 22.5.2006 07:44
Íslenskur sigur í Digranesi Íslenska kvennalandsliðið í blaki gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta riðli undankeppni Evrópumóts smáþjóða sem haldinn var í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í keppninni og sýndi gríðarlegan karakter í úrslitaleiknum gegn Kýpur í gær. Sport 21.5.2006 20:53
2 marka sigur FH í Laugardalnum Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka útisigur á Val, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að fá bæði mörkin á sig eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar. Ármann Smári Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk Íslandsmeistaranna sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Sport 21.5.2006 21:53
Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. Fótbolti 21.5.2006 21:31
Ármann Smári kemur FH yfir gegn Val FH hefur náð forystu gegn Val á Laugardalsvelli, 0-1 í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Það var fyrrverandi Valsmaðurinn Ármann Smári Björnsson sem skoraði markið með skalla í þverslána og inn eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar af vinstri kanti. Leiknum er lýst beint hér á Vísi. Sport 21.5.2006 20:35
Spangsberg byrjar inni á í stað Garðars Willum Þór Þórsson þjálfari Vals hefur tekið Garðar Gunnlaugsson og Baldur Aðalsteinsson úr byrjunarliði Vals sem tekur á móti FH í stórleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn. Við bendum á að Vísir er einnig með beina útsendingu frá leiknum... Sport 21.5.2006 20:18
Svíar heimsmeistarar í íshokkí Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl. Sport 21.5.2006 19:54
Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. Innlent 21.5.2006 16:29
Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. Erlent 21.5.2006 18:58
Veigar Páll markahæstur í Noregi Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jöfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. Sport 21.5.2006 18:56
Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. Innlent 21.5.2006 16:23
Þróttur eitt á toppnum Þróttur Reykjavík er eitt á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið en annarri umferð lauk með þremur leikjum nú undir kvöldið. Þróttarar lögðu Víking Ólafsvík á útivelli, 2-3, HK vann 4-1 sigur á KA á meðan Þór Akureyri gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Sport 21.5.2006 18:14
Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria. Sport 21.5.2006 18:04
Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." Erlent 21.5.2006 17:34
Fyrsti titill Hingis í 4 ár Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. Sport 21.5.2006 17:26
Finnar unnu bronsið á HM Finnar tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Ríga í Lettlandi með því að vinna Kanada, 5-0. Það var varamarkvörður Finna sem var hetja sinna manna en hann varði 37 skot í leiknum. Sport 21.5.2006 17:04
Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Sport 21.5.2006 16:34
Watford í ensku úrvalsdeildina Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins.Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. Sport 21.5.2006 15:58
Dawson inn fyrir Young Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu hefur kallað á Michael Dawson, varnarmann Tottenham til að vera til taks fyrir HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Hinn 22 ára Dawson tekur sæti Luke Young, leikmanns Charlton sem meiddist á ökkla á æfingu. Sport 21.5.2006 14:59
Watford yfir í háfleik gegn Leeds Watford er yfir gegn Leeds, 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jay DeMerit skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu en leikið er á Þúsaldarvellinum í Cardiff undir lokuðu þaki. Sport 21.5.2006 14:50
Etoo markakóngur á Spáni Kamerúninn Samúel Etoo varð markakóngurinn í spænska fótboltanum. Evrópu og Spánarmeistarar Barcelona máttu þola ósigur, 3-1 fyrir Athletic Bilbao í síðasta leiknum í spænsku úrvalsdeildinni. Sport 21.5.2006 14:31
Nýr golfvöllur tekinn í notkun Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn. Sport 21.5.2006 14:19
Watford eða Leeds í úrvalsdeildina Leeds og Watford keppa í dag um réttinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en úrslitaleikur liðanna hófst nú kl 14. Leikurinn fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff og er sýndur beint á Sýn. Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds. Sport 21.5.2006 14:12
Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. Innlent 21.5.2006 13:01
Eiður Smári í skiptum fyrir Nistelrooy? Enska dagblaðið News of the World greinir frá því í dag að fótboltaliðin Chelsea og Manchester United skipti hugsanlega á leikmönnum. Samkvæmt blaðinu er Eiður Smári Guðjohnsen á leið til Manchester United en hollenski sóknarmaðurinn hjá United, Ruud van Nistelrooy fer í staðinn til Chelsea. Sport 21.5.2006 12:36
Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. Erlent 21.5.2006 12:29