Fréttir Uppgjörin að renna í hlað Nokkur af stærstu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung í vikunni. Greiningardeild Glitnis banka spáir því að hagnaður Kaupþings banka muni nema 10 milljörðum króna, hagnaður Landsbanka Íslands muni nema 3 milljörðum króna en hagnaður Bakkavarar muni verða rúmir 1,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 24.7.2006 10:24 AMD kaupir ATI Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel. Viðskipti erlent 24.7.2006 10:10 Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe 18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda. Erlent 24.7.2006 09:23 Hagnaður Nintendo jókst á milli ára Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins. Viðskipti erlent 24.7.2006 09:42 Olíuævintýri í uppsiglingu við strendur Grænlands Vera má að mikið olíuævintýri sé í uppsiglingu fyrir Grænlendinga. Nýjar rannsóknir við hafbotni vesturstrandar Grænlands benda til að þar gæti verið að finna álíka mikla olíu og á olíusvæðum Noregs, Danmerkur og Bretlands í Norðursjónum til samans, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Nú standa yfir heimastjórnarviðæður milli danskra stjórnvalda og grænlensku heimastjórnarinnar en nýting olíusvæðisins skipar veigamikinn sess í viðræðunum. Erlent 24.7.2006 09:11 Tæplega 2.000 gestir á Þórbergssetur Hátt á annað þúsund gestir hafa komið á Þórbergssetur á bænum Hala í Hornafirði í þær tæpu þjár vikur sem safnið hefur verið opið. Safnið var opnað í byrjun þessa mánaðar en það er tileinkað Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi. Innlent 24.7.2006 09:18 Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta. Viðskipti erlent 24.7.2006 09:24 Mikið um neyslu áfengis meðal ófrískra kvenna Talið er að á hverju ári fæðast tæplega 400 börn í Danmörku með skaðleg einkenni sem rakin eru til áfengisneyslu móður á meðgöngu. Þar af fæðast um 70-100 börn með alvarleg einkenni sem munu há þeim alla ævi samkvæmt umfjöllun Politiken. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku íhuga átak gegn drykkju ófrískra kvenna en um 80% danskra kvenna drekka áfengi einhvern tíman á meðgöngu og er tíðnin sú hæsta innan Evrópusambandsins. Erlent 24.7.2006 09:04 Húsavíkurhátíðin sett í dag Meistarakokkur sænska sendiráðsins mun gleðja Húsvíkinga og gesti með eldamennsku sinni á Húsavíkurhátíðinni sem verður sett í dag með pompi og prakt. Fréttavefurinn Skarpur.is greinir frá því að kokkurinn muni reiða fram sænska rétti á veitingastaðnum Gamla Bauk á morgun og fram á fimmtudag. Mærudögum og Sænskum dögum hafi nú verið steypt saman og munu hátíðarhöldin standa út vikuna. Líkt og nærri má geta verða fjölmargar uppákomur, sænskar sem og íslenskar. Innlent 24.7.2006 09:38 Ölvaðir ökumenn gerðu óskunda í Grafarvogi Tveir ölvaðir ökumenn óku aftan á tvo bíla í Grafarvogi með nokkurra klukkusutnda millibili í gærkvöldi. Báðir stungu af frá vettvangi, en náðust báðir heima hjá sér, samkvæmt ábendingum ökumanna bílanna, sem þeir óku á. Hvorugur þeirra meiddist og hvorugur ölvuðu ökumanna heldur, en þeir voru báðir handteknir á heimilum sínum og gista báðir fangageymslur þar til yfirheyrslur yfir þeim hefjast. Innlent 24.7.2006 08:45 Íbúar í Queens orðnir langþreyttir á rafmagnsleysi Um 6.000 íbúar í Queens í New York hafa nú verið í viku án rafmagns. Eftir að rafmagnið fór af í hitabylgju sem gengið hefur yfir. Raforkufyrirtækið á svæðinu hefur unnið hörðum höndum að viðgerðum en 19.000 af 25.000 heimilum hafa nú fengið rafmagn. Íbúarnir sem enn hafa ekkert rafmagn eru orðnir þreyttir og pirraðir og hafa beðið fylkisstjóra New York ríkis að grípa inn í og sjá til þess að viðgerðir gangi hraðar. Erlent 24.7.2006 08:41 Húsnæðisvelta fer minnkandi Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu í þar síðustu viku var rúmlega 3,1 milljarður, sem er hátt í milljarði minni velta en að meðaltali síðustu tólf vikurnar þar á undan. Meðaltal þeirra vikna er líka orðið talsvert undir meðaltali jafnlengdar á fyrstu mánuðum ársins. Aðeins 116 kaupsamningum var þingslýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni, sem er 44 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Innlent 24.7.2006 08:38 Fastur í vatnsstokk í fimmtíu tíma Ungur indverskur drengur átti heldur eftirminnilegan afmælisdag í gær þegar honum var bjargað úr vatnsveitustokk, eftir um fimmtíu tíma dvöl í prísundinni. Drengurinn átti sex ára afmæli og var að leik í heimabæ sínum Aldeharhi, þegar hann féll niður í stokkinn. Erlent 24.7.2006 08:32 Norskt fiskiskip hrekst undan hafís Hafís er norðvestur af landinu og hefur norskt fiskiskip, sem hefur verið að veiðum við Grænland, hrakist undan honum inn í íslenska lögsögu. Ekkert er þó að um borð. Vitað er um hafís um 65 sjómílur norðvestur af Barðaq, á milli Önundarfjarðar og Dýrafjaðrar á Vestfjörðum, en skipum á venjulegum siglingaleiðum umhverfis landið stafar engin hætta af honum. Ísinn hefur ekki verið kannaður úr lofti. Innlent 24.7.2006 08:09 Karlmaður lést í bifhjólaslysi Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hann missti stjórn á vélhjóli sínu við brú yfir Eystri Rangá á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hjólið hafnaði í ánni en maðurinn á árbakkanum, og var hann látinn þegar bjrögunarmenn komu á vettvang. Tildrög slyssins eru óljós og segir lögregla ekkert benda til að maðurinn hafi ekið ógætilega. Þetta er ellefta banaslysið í ár en það tíunda varð þegar karlmaður á níræðisaldri varð fyrir bíl skammt frá Hólmavík í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hann lést í fyrrinótt. Innlent 24.7.2006 08:03 Eldur við íbúðarhúsnæði á Grettisgötu Eldur kviknaði í bílageymslu íbúðarhúss við Grettisgötu um klukkan hálf fjögur í dag. Þegar slökkvilið kom á staðin voru íbúar að mestu búnir að slökkva loganna og höfðu litlar skemmdir orðið utan þess að reykur hafði komist inn í nálægar geymslur hússins. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða og rannsakar lögregla málið. Innlent 23.7.2006 17:29 Saddam neyddur til að borða Sextán daga löngu hungurverkfalli Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, lauk í dag þegar Bandaríkjamenn sem hafa hann í haldi tóku að neyða ofan í hann mat. Aðallögfræðingur Saddams er æfur yfir framgöngu þeirra og sagði hann í samtali við Reuters-fréttastofuna að ætlun þeirra væri að brjóta niður vilja hans. Erlent 23.7.2006 14:32 Jörð skelfur í Grímsey Tveggja jarðskjálfta varð vart með þrjátíu sekúnda millibili um klukkan hálf eitt í nótt í Grímsey. Báðir voru þeir 3,2 á richter. Í morgun hafa nokkrir smáskjálftar orðið en sá stærsti þeirra varð um klukkan tíu í morgun og var hann 2, 7 á richter. Innlent 23.7.2006 12:14 Reyndi að synda í kringum Reykjavík Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Innlent 23.7.2006 12:08 950 ár frá vígslu fyrsta íslenska biskupsins Mikið verður um dýrðir í Skálholti í dag en Skálholtshátíð er haldin um helgina. Hátíðin er með nokkuð sérstöku móti að þessu sinni vegna þess að í ár er þess minnst að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. Innlent 23.7.2006 10:46 Á sjötta tug Íraka féll í morgun Á sjötta tug Íraka liggur í valnum eftir að tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í borgunum Bagdad og Kirkuk í morgun. Fyrri sprengjan sprakk í Sadr-hverfinu í höfuðborginni þar sem sjíar eru þorri íbúanna. Erlent 23.7.2006 09:59 Sælgætisþjófur gripinn í Skipholti Karlmaður um tvítugt var handtekinn við Skipholt í Reykjavík í nótt grunaður um innbrot. Maðurinn þótti grunsamlegur þar sem hann gekk um göturnar í nætuhúminu klifjaður sælgæti og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að brotist hafði verið í söulturn í nágrenninu og þaðan numið á brott góðgæti á borð við það sem maðurinn var gripinn með. Innlent 23.7.2006 10:05 Kona bjargaðist úr eldi Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði bæjarins Hrísa í Flókadal í nótt. Ein kona býr í húsinu en hún komst klakklaus út í tæka tíð. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstöflu en það var slökkvilið Borgarfjarðardala sem kom á vettvang og var það skamma stund að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 23.7.2006 09:52 Jarðskjálfti skekur Sulawesi Jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir indónesísku eynna Sulawesi nú á tíunda tímanum. Að svo stöddu er ekki vitað um manntjón eða hvort flóðbylgja hafi myndast í kjölfar skjálftans. Erlent 23.7.2006 09:48 Uppskeruhátíð Lunga í dag Uppskeruhátíð Lunga, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, var haldin í dag. Aldrei hafa fleiri sótt hátíðina sem stækkar með hverju árinu. Lunga er listahátíð fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára en hún hófst á mánudaginn var. Í kvöld verða svo tónleikar þar sem hljómsveitin Todmobile spilar. Innlent 22.7.2006 19:27 Horfið aftur til miðalda á Gásum Horfið var aftur til miðalda á Gásum í Eyjafirði í dag þar sem haldin var lifandi hátíð í þessari fyrrum helstu útflutningshöfn Norðlendinga. Innlent 22.7.2006 19:21 Persónuleg óvild segir formaður ÖBÍ Stjórnarmenn í Öryrkjabandalaginu ætla að kæra formann bandalagsins til félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Formaðurinn segir framgöngu mannanna sprottna af persónulegri óvild í sinn garð. Innlent 22.7.2006 19:07 19 hið minnsta látnir eftir jarpskjálfta í Kína Að minnsta kosti nítján manns eru sagðir hafa farist í jarðskjálfta í Kína í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 5,1 á Richter og átti upptök í Yunnan-héraði í suðvesturhluta landsins. Erlent 22.7.2006 19:04 Lagt hald á nokkuð af fíkniefnum Lögreglan á Siglufirði lagði í gærkvöldi og nótt hald á nokkuð af fíkniefnum og voru þrír menn handteknir í tengslum við málið. Gerð var húsleit á tveimur stöðum í bænum og játuðu tveir hinna handteknu að vera eigendur efnanna. Innlent 22.7.2006 19:24 Kona lést þegar fíll stappaði á henni Kvenkyns dýrahirðir við fílaverndarsvæði í Tennessee í Bandaríkjunum lést þegar tæplega fjögurra tonna fíll gekk berserksgang og stappaði á honum. Félagi konunnar fékk einnig að kenna á fótum fílsins og slasaðist alvarlega. Erlent 22.7.2006 14:09 « ‹ ›
Uppgjörin að renna í hlað Nokkur af stærstu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung í vikunni. Greiningardeild Glitnis banka spáir því að hagnaður Kaupþings banka muni nema 10 milljörðum króna, hagnaður Landsbanka Íslands muni nema 3 milljörðum króna en hagnaður Bakkavarar muni verða rúmir 1,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 24.7.2006 10:24
AMD kaupir ATI Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel. Viðskipti erlent 24.7.2006 10:10
Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe 18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda. Erlent 24.7.2006 09:23
Hagnaður Nintendo jókst á milli ára Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins. Viðskipti erlent 24.7.2006 09:42
Olíuævintýri í uppsiglingu við strendur Grænlands Vera má að mikið olíuævintýri sé í uppsiglingu fyrir Grænlendinga. Nýjar rannsóknir við hafbotni vesturstrandar Grænlands benda til að þar gæti verið að finna álíka mikla olíu og á olíusvæðum Noregs, Danmerkur og Bretlands í Norðursjónum til samans, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Nú standa yfir heimastjórnarviðæður milli danskra stjórnvalda og grænlensku heimastjórnarinnar en nýting olíusvæðisins skipar veigamikinn sess í viðræðunum. Erlent 24.7.2006 09:11
Tæplega 2.000 gestir á Þórbergssetur Hátt á annað þúsund gestir hafa komið á Þórbergssetur á bænum Hala í Hornafirði í þær tæpu þjár vikur sem safnið hefur verið opið. Safnið var opnað í byrjun þessa mánaðar en það er tileinkað Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi. Innlent 24.7.2006 09:18
Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta. Viðskipti erlent 24.7.2006 09:24
Mikið um neyslu áfengis meðal ófrískra kvenna Talið er að á hverju ári fæðast tæplega 400 börn í Danmörku með skaðleg einkenni sem rakin eru til áfengisneyslu móður á meðgöngu. Þar af fæðast um 70-100 börn með alvarleg einkenni sem munu há þeim alla ævi samkvæmt umfjöllun Politiken. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku íhuga átak gegn drykkju ófrískra kvenna en um 80% danskra kvenna drekka áfengi einhvern tíman á meðgöngu og er tíðnin sú hæsta innan Evrópusambandsins. Erlent 24.7.2006 09:04
Húsavíkurhátíðin sett í dag Meistarakokkur sænska sendiráðsins mun gleðja Húsvíkinga og gesti með eldamennsku sinni á Húsavíkurhátíðinni sem verður sett í dag með pompi og prakt. Fréttavefurinn Skarpur.is greinir frá því að kokkurinn muni reiða fram sænska rétti á veitingastaðnum Gamla Bauk á morgun og fram á fimmtudag. Mærudögum og Sænskum dögum hafi nú verið steypt saman og munu hátíðarhöldin standa út vikuna. Líkt og nærri má geta verða fjölmargar uppákomur, sænskar sem og íslenskar. Innlent 24.7.2006 09:38
Ölvaðir ökumenn gerðu óskunda í Grafarvogi Tveir ölvaðir ökumenn óku aftan á tvo bíla í Grafarvogi með nokkurra klukkusutnda millibili í gærkvöldi. Báðir stungu af frá vettvangi, en náðust báðir heima hjá sér, samkvæmt ábendingum ökumanna bílanna, sem þeir óku á. Hvorugur þeirra meiddist og hvorugur ölvuðu ökumanna heldur, en þeir voru báðir handteknir á heimilum sínum og gista báðir fangageymslur þar til yfirheyrslur yfir þeim hefjast. Innlent 24.7.2006 08:45
Íbúar í Queens orðnir langþreyttir á rafmagnsleysi Um 6.000 íbúar í Queens í New York hafa nú verið í viku án rafmagns. Eftir að rafmagnið fór af í hitabylgju sem gengið hefur yfir. Raforkufyrirtækið á svæðinu hefur unnið hörðum höndum að viðgerðum en 19.000 af 25.000 heimilum hafa nú fengið rafmagn. Íbúarnir sem enn hafa ekkert rafmagn eru orðnir þreyttir og pirraðir og hafa beðið fylkisstjóra New York ríkis að grípa inn í og sjá til þess að viðgerðir gangi hraðar. Erlent 24.7.2006 08:41
Húsnæðisvelta fer minnkandi Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu í þar síðustu viku var rúmlega 3,1 milljarður, sem er hátt í milljarði minni velta en að meðaltali síðustu tólf vikurnar þar á undan. Meðaltal þeirra vikna er líka orðið talsvert undir meðaltali jafnlengdar á fyrstu mánuðum ársins. Aðeins 116 kaupsamningum var þingslýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni, sem er 44 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Innlent 24.7.2006 08:38
Fastur í vatnsstokk í fimmtíu tíma Ungur indverskur drengur átti heldur eftirminnilegan afmælisdag í gær þegar honum var bjargað úr vatnsveitustokk, eftir um fimmtíu tíma dvöl í prísundinni. Drengurinn átti sex ára afmæli og var að leik í heimabæ sínum Aldeharhi, þegar hann féll niður í stokkinn. Erlent 24.7.2006 08:32
Norskt fiskiskip hrekst undan hafís Hafís er norðvestur af landinu og hefur norskt fiskiskip, sem hefur verið að veiðum við Grænland, hrakist undan honum inn í íslenska lögsögu. Ekkert er þó að um borð. Vitað er um hafís um 65 sjómílur norðvestur af Barðaq, á milli Önundarfjarðar og Dýrafjaðrar á Vestfjörðum, en skipum á venjulegum siglingaleiðum umhverfis landið stafar engin hætta af honum. Ísinn hefur ekki verið kannaður úr lofti. Innlent 24.7.2006 08:09
Karlmaður lést í bifhjólaslysi Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hann missti stjórn á vélhjóli sínu við brú yfir Eystri Rangá á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hjólið hafnaði í ánni en maðurinn á árbakkanum, og var hann látinn þegar bjrögunarmenn komu á vettvang. Tildrög slyssins eru óljós og segir lögregla ekkert benda til að maðurinn hafi ekið ógætilega. Þetta er ellefta banaslysið í ár en það tíunda varð þegar karlmaður á níræðisaldri varð fyrir bíl skammt frá Hólmavík í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hann lést í fyrrinótt. Innlent 24.7.2006 08:03
Eldur við íbúðarhúsnæði á Grettisgötu Eldur kviknaði í bílageymslu íbúðarhúss við Grettisgötu um klukkan hálf fjögur í dag. Þegar slökkvilið kom á staðin voru íbúar að mestu búnir að slökkva loganna og höfðu litlar skemmdir orðið utan þess að reykur hafði komist inn í nálægar geymslur hússins. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða og rannsakar lögregla málið. Innlent 23.7.2006 17:29
Saddam neyddur til að borða Sextán daga löngu hungurverkfalli Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, lauk í dag þegar Bandaríkjamenn sem hafa hann í haldi tóku að neyða ofan í hann mat. Aðallögfræðingur Saddams er æfur yfir framgöngu þeirra og sagði hann í samtali við Reuters-fréttastofuna að ætlun þeirra væri að brjóta niður vilja hans. Erlent 23.7.2006 14:32
Jörð skelfur í Grímsey Tveggja jarðskjálfta varð vart með þrjátíu sekúnda millibili um klukkan hálf eitt í nótt í Grímsey. Báðir voru þeir 3,2 á richter. Í morgun hafa nokkrir smáskjálftar orðið en sá stærsti þeirra varð um klukkan tíu í morgun og var hann 2, 7 á richter. Innlent 23.7.2006 12:14
Reyndi að synda í kringum Reykjavík Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Innlent 23.7.2006 12:08
950 ár frá vígslu fyrsta íslenska biskupsins Mikið verður um dýrðir í Skálholti í dag en Skálholtshátíð er haldin um helgina. Hátíðin er með nokkuð sérstöku móti að þessu sinni vegna þess að í ár er þess minnst að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. Innlent 23.7.2006 10:46
Á sjötta tug Íraka féll í morgun Á sjötta tug Íraka liggur í valnum eftir að tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í borgunum Bagdad og Kirkuk í morgun. Fyrri sprengjan sprakk í Sadr-hverfinu í höfuðborginni þar sem sjíar eru þorri íbúanna. Erlent 23.7.2006 09:59
Sælgætisþjófur gripinn í Skipholti Karlmaður um tvítugt var handtekinn við Skipholt í Reykjavík í nótt grunaður um innbrot. Maðurinn þótti grunsamlegur þar sem hann gekk um göturnar í nætuhúminu klifjaður sælgæti og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að brotist hafði verið í söulturn í nágrenninu og þaðan numið á brott góðgæti á borð við það sem maðurinn var gripinn með. Innlent 23.7.2006 10:05
Kona bjargaðist úr eldi Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði bæjarins Hrísa í Flókadal í nótt. Ein kona býr í húsinu en hún komst klakklaus út í tæka tíð. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstöflu en það var slökkvilið Borgarfjarðardala sem kom á vettvang og var það skamma stund að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 23.7.2006 09:52
Jarðskjálfti skekur Sulawesi Jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir indónesísku eynna Sulawesi nú á tíunda tímanum. Að svo stöddu er ekki vitað um manntjón eða hvort flóðbylgja hafi myndast í kjölfar skjálftans. Erlent 23.7.2006 09:48
Uppskeruhátíð Lunga í dag Uppskeruhátíð Lunga, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, var haldin í dag. Aldrei hafa fleiri sótt hátíðina sem stækkar með hverju árinu. Lunga er listahátíð fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára en hún hófst á mánudaginn var. Í kvöld verða svo tónleikar þar sem hljómsveitin Todmobile spilar. Innlent 22.7.2006 19:27
Horfið aftur til miðalda á Gásum Horfið var aftur til miðalda á Gásum í Eyjafirði í dag þar sem haldin var lifandi hátíð í þessari fyrrum helstu útflutningshöfn Norðlendinga. Innlent 22.7.2006 19:21
Persónuleg óvild segir formaður ÖBÍ Stjórnarmenn í Öryrkjabandalaginu ætla að kæra formann bandalagsins til félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Formaðurinn segir framgöngu mannanna sprottna af persónulegri óvild í sinn garð. Innlent 22.7.2006 19:07
19 hið minnsta látnir eftir jarpskjálfta í Kína Að minnsta kosti nítján manns eru sagðir hafa farist í jarðskjálfta í Kína í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 5,1 á Richter og átti upptök í Yunnan-héraði í suðvesturhluta landsins. Erlent 22.7.2006 19:04
Lagt hald á nokkuð af fíkniefnum Lögreglan á Siglufirði lagði í gærkvöldi og nótt hald á nokkuð af fíkniefnum og voru þrír menn handteknir í tengslum við málið. Gerð var húsleit á tveimur stöðum í bænum og játuðu tveir hinna handteknu að vera eigendur efnanna. Innlent 22.7.2006 19:24
Kona lést þegar fíll stappaði á henni Kvenkyns dýrahirðir við fílaverndarsvæði í Tennessee í Bandaríkjunum lést þegar tæplega fjögurra tonna fíll gekk berserksgang og stappaði á honum. Félagi konunnar fékk einnig að kenna á fótum fílsins og slasaðist alvarlega. Erlent 22.7.2006 14:09