Fréttir

Fréttamynd

Ráðinn bæjarstjóri Vestubyggðar

Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að þrír einstaklingar hafi sótt um starfið auk Ragnars. Ragnar er 61 árs að aldri og hefur áður gengt starfi sveitarstjóra í Hrísey og á Súðavík. Guðný Sigurðardóttir hefur gengt starfi bæjarstjóra frá því Guðmundur guðlaugsson fyrrum sveitarstjóri lét af störfum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Náðust loksins eftir mikinn eltingaleik

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Richfield í Minnesota í Bandaríkjunum eftir æsilegan eltingaleik í gærmorgun. Lögregla bað mennina um að stöðva bíl sinn við venjubundið eftirlit en þeir létu ekki segjast.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Colgate minnkar milli ára

Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Vinnslustöðinni

Vinnslustöðin á Neskaupsstað skilaði 368 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 463 milljóna króna hagnaði. Þá skilaði félagið 260 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Iceland America Energy gerir raforkusamning

Iceland America Energy, dótturfélag Enex hf., og orkufyrirtækið Pacific Gas & Electric í Kaliforníu hafa undirritað samning um framleiðslu og sölu á 50 megavöttum af raforku.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Kaupþings 31,8 milljarðar króna

Hagnaður Kaupþings banka nam 13,0 milljörðum króna á öðrum ársfjóðungi en hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 31,8 milljörðum króna, sem er 7 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er hins vegar 700 milljónum krónum minni en fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er um þremur milljörðum krónum meiri greiningardeildir bankanna höfðu spáð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Saddam færður með valdi af sjúkrahúsi fyrir dóm

Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseti, segist frekar vilja falla fyrir byssukúlu en að fara í gálgann veðri hann sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Saddam var færður með valdi af sjúkrahúsi í morgun og fyrir dóm.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar krefja ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers á bækistöð þeirra í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Kínverjar hafa krafið ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar funda í Róm

Fundur utanríkisráðherra helstu ríkja og fulltrúa alþjóðsamtaka um átökin í Líbanon hófst í Róm á Ítalíu í morgun. Þar verður rætt um hvernig hægt verði að stilla til friðar milli Ísraela og skæruliða Hizbollah og hvernig hægt verði að flytja hjálpargögn til þjáðra á átakasvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Níu hermenn féllu í átökum Hizbollah og Ísraelsher

Að minnsta kosti níu ísraelskir hermenn féllu í miklum átökum við skæruliða Hizbollah í þorpinu Bint Jbeil í Suður-Líbanon í morgun. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera greindi frá þessu fyrir stundu. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya segir hins vegar að tólf hermenn hafi fallið. Fréttir bárust af því í gær að Ísraelsher hefði hertekið þorpið en nú berast fréttir af frekari átökum þar.

Erlent
Fréttamynd

22 skipverjum bjargað

Mildi þykir að ekki fór verr þegar tuttugu og tveimur skipverjum var bjargað af flutningaskipi sem fór á hliðina undan ströndum Alaska í fyrrinótt. Skipið, sem skráð er í Singapúr, var á leið frá Japan til Kanada með um fimm þúsund bíla og önnur farartæki um borð.

Erlent
Fréttamynd

Rolling stones með tekjuhæstu tónleikaferð allra tíma

Hljómsveitin Rolling Stones eru nú enn og aftur komin á spjöld sögunnar og að þessu sinni fyrir að vera komin í efsta sæti lista yfir tekjuhæstu tónleikarferðir sögunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir hófu tónleikaferð sína, A Bigger bang, fyrr á þessu ári en eru nú komnir til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir kostir varðandi gengi krónunnar

Aðeins tveir kostir eru í stöðunni varðandi framtíðarskipan gengismála hér á landi, segir í skýrslu, sem Viðskiptaráð hefur látið gera og kynnt verður í dag. Annarsvegar að að taka upp Evru og ganga þar með í Evrópusambandið, og hinsvegar að byggja áfram á sjálfstæðri krónu með fljótandi gengi. Tilgangur Viðskiptaráðs með gerð skýrsunnar, sem heitir: Krónan og atvinnulífið, er að leggja grunn að faglegri umræðu um gengismál hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Palestínsk stúlka lést í átökum á Gaza

Átta Palestínumenn féllu og þrjátíu særðust í átökum á Gaza-ströndinni í morgun. Á meðal hinna látnu var þriggja ára gömul stúlka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru hinir sjö sem féllu í árásunum skæruliðar Hamas-samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Actavis eykur við hlutafé

Samþykktar voru á hluthafafundi Actavis í gær tvær tillögur í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Var annars vegar útgáfa nýs hlutafjár að verðmæti um 20 milljarða króna að markaðsvirði samþykkt. Hins vegar var veitt heimild til útgáfu breytiréttar í hlutafé vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljónir evra, um 48,7 milljarða króna. Munu handhafar breytiréttar hafa heimild til að breyta kröfum sínum í hlutabréf í Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvóti seldur frá Grímsey til Sandgerðis

Kvóti, sem dugað hefur til að gera út fjóra báta frá Grímsey, hefur verið seldur til Sandgerðis og eru seljendurnir hættir útgerð, að því er Morgunblaðið greinir frá. Þetta eru tæp 12.000 tonn af þorski og ýsu, sem er stór hluti af heildarkvóta Grímseyinga, og er söluvirðið nálægt tveimur milljörðum króna. Nú búa um það bil hundrað manns í Grímsey þannig að þeta er umtalsvert hlutfall af efnahag eyjarskeggja.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um kjarrelda í Noregi

Sjaldan ef aldrei hafa kviknað jafn margir kjarreldar í Noregi líkt og á þessu ári samkvæmt frétt á fréttavef norska ríkissjónvarpinu. Fara þarf allt aftur til ársins 1976 til að finna svipaðar tölur yfir fjölda kjarrelda en þó hafa fleiri eldar kviknað í ár og mun stærra svæði hefur brunnið. Veðurfarið er talin ein helsta orsök eldanna. Úrkoma hefur víða verið lítil það sem af er sumri en á sumum svæðum hefur verið þrisvar sinnum minni úrkoma í júlí en fyrri ár.

Innlent
Fréttamynd

Slapp úr brennandi hjólhýsi

Maður slapp ómeiddur út úr brennandi hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt, en hjólhýsið brann til kaldra kola. Um leið og hann komst út, hringdi hann á slökkvilið, sem brátt kom á vettvang, en þá var hjólhýsið al elda og ekki lengur við neitt ráðið. Svo vel vildi til að ringt hafði á svæðinu í gærkvöld og fram yfir miðnætti, þannig að eldur náði ekki að læsa sig í skóginn í grenndinni. Þá voru önnur hjólhýsi á svæðinu í öruggri fjarlægð. Eldsupptök eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna drepnir

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru staddir í bækistöðvum sínum á svæðinu þegar Ísraelar gerðu loftárás á þær.

Erlent
Fréttamynd

Brenndist illa þegar hann olli stórtjóni

Karlmaður á þrítugsaldri brenndist alvarlega þegar hann olli stórtjóni með því að kveikja í bílum á bílasölu í Reykjavík í nótt. Lögreglumaður á eftirlitsför sá eldinn og kallaði á slökkvilið, en maðurinn var á bak og burt. Hann komst af sjálfsdáðum á Slysadeild Landsspítalans, þar sem hann er enn í meðferð vegna brunasára, einkum í andliti. Þaðan tilkynnti hann lögreglu að hann hefði kveikt í bílunum. Hann hefur borið eldfimt efni að einum eða tveimur bílum, sem eru gjörónýtur, en eldurinn varð svo mikill að hann barst í fjóra bíla til viðbótar, sem allir skemmdust nokkuð og hleypur tjónið á mörgum milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Engin varanleg mengun

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna bensínslyssins í Ljósavatnsskarði í dag vera litla sem enga. Valdimar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir mest af bensíninu hafa lent á veginum og vegkantinum en vegurinn er mikið upphækkaður á þessum stað.

Innlent
Fréttamynd

Bækur fundust í gröf

Sá merkilegi atburður gerði í dag að bækur fundust í fyrsta sinn við fornleifauppgröft hér á landi á Skriðuklaustri í dag. Bækurnar lágu í kistum tveggja manna sem eru líklega munkar úr klaustrinu. Því er talið að bækurnar séu sálmabækur. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós marga fagra hluti. Enn bíða grafir rannsóknir í klausturkirkjunni að Skriðu og því líklegt að uppgröfturinn leiði fleira óvænt í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Óperuhúsi ekki frestað

Kópavogsbær hyggur á niðurskurð sem nemur um hálfum milljarði króna til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að byggingu óperuhúss verði ekki frestað þrátt fyrir bæjarstjórn hafi ákveðið á dögunum að skera niður um hálfan milljarð króna vegna þenslu.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Hellisheiðarvirkjun

Tæplega fimmtugur franskur maður lést í vinnuslysi á svæði Hellisheiðarvirkjunar í morgun. Maðurinn féll úr sjö til níu metra hæð þegar lyftari með kranabómu valt.

Innlent
Fréttamynd

Netsími bundinn í jarðlínu

Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, vill koma því á framfæri að notast er við jarðlínur í netsímtölum fyrirtækisins. Í frétt hér á Vísi fyrr í dag var sagt að "ólíkt símkerfi Símans eru símar Atlassíma ekki bundnir við jarðlínur heldur er hringt í gegnum tölvur." Yfirmenn lögreglu og Neyðarlínu vilja að beðið verði með að heimila flutning símanúmera úr talsímakerfinu í netsímakerfi Atlassíma. Þeir óttast að flutningurinn dragi úr öryggi og geti hamlað lögreglurannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Studdu gjaldþrot Yukos

Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft.

Viðskipti erlent