Fréttir Leiðsegir fólki um Kárahnúkasvæðið Ómar Ragnarsson fréttamaður segir ferðamenn um Kárahnúkasvæðið marga hverja vera undrandi á umfangi miðlunarlónsins sem senn verður fyllt. Hann mun verja sumarfríi sínu á Kárahnjúkum í sumar til að fræða ferðamenn um svæðið. Innlent 31.7.2006 17:32 Fundur um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna Næsti fundur samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna verður haldinn í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, dagana 3. og 4. ágúst n.k. Albert Jónsson, sendiherra, fer fyrir íslensku samninganefndinni en hún er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utanríkis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti. Innlent 31.7.2006 16:11 Fíkniefni finnast á Sauðárkróki Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var tekinn í teiti í heimahúsi og fundust á honum rúm sex grömm af hassi og tæplega þrjú grömm af amfetamíni sem hann ætlaði til sölu. Málið telst upplýst. Innlent 31.7.2006 15:14 Umræðufundur um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Ástandið, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, verður tekið fyrir á opnum umræðufundi í Valhöll á morgunn. Innlent 31.7.2006 14:46 Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi Malbikunarframkvæmdir hefjast í kvöld á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekku. Gert er ráð fyrir að verkið taki einn og hálfan sólarhring og mega vegfarendur búast við umferðartöfum á meðan á því stendur. Innlent 31.7.2006 14:40 Vélarvana bátur úti fyrir Rifi Um klukkan tvö fékk Neyðarlínan tilkynningu um vélarvana bát eina sjómílu norður af Rifi á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Björg var komið að bátnum tuttugu mínútum seinna og dró hann í land. Báturinn er 8 metra langur línu- og handfærabátur og var einn maður um borð. Innlent 31.7.2006 14:24 Ingólfur Hartvigsson ráðinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturprestakalli Ingólfur Hartvigsson hefur verið ráðinn í embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklausturprestakalli frá og með 1. ágúst. Innlent 31.7.2006 13:51 Rán í Hafnarfirði Rán var framið um eitt leitið í dag á skrifstofum Bónusvídeó í Hafnarfirði. Tveir menn eru taldir koma við sögu. Einn hefur verið handtekinn en annar komst undan á bíl. Innlent 31.7.2006 13:34 Sendinefndir Indlands og Pakistans funda Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. Erlent 31.7.2006 13:19 Tónleikar Sigur Rósar í kvikmyndahúsi í London Tónleikar Sigur Rósar á Miklatúni í gærkvöldi voru ekki bara vel sóttir hér á landi heldur var fullt hús í kvikmyndahúsinu National Film Theatre í London þar sem tónleikunum var sjónvarpað beint á kvikmyndatjald. Innlent 31.7.2006 13:12 Sjávarleður skilar hagnaði Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki er farið að skila hagnaði, í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 og forsvarsmaður þess segir að reksturinn gangi jafnvel betur nú en í fyrra, þegar gerður var samningur við hinn þekkta íþróttavöruframleiðanda NIKE. Innlent 31.7.2006 13:08 Siv í formann eða varaformann? Spenna fer vaxandi meðal framsóknarmanna fyrir flokksþingið eftir þrjár vikur, vegna óvissu um framboð Sivjar Friðleifsdóttur til formanns eða varaformanns. Innlent 31.7.2006 13:01 Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka meira en annarra Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka mun meira en laun annarra stjórnenda í þjóðfélaginu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, og höfðu fimm tekjuhæstu mennirnir í þeim flokki á bilinu tíu til tuttugu og tvær milljónir króna á mánuði. Innlent 31.7.2006 12:55 Fimm í haldi í strippbúllustríði Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi. Innlent 31.7.2006 12:06 Borgarráð í viðræðum um hverfislöggæslu Borgarráð hefur samþykkt að taka upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og Lögregluna í Reykjavík um að koma á fót sýnilegri hverfislöggæslu í öllum hverfum borgarinnar. Dagur B. Eggertsson segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að í ljósi þess hversu mikið ofbeldi hefur átt sér stað í miðborginni undanfarið ætti einnig að athuga grundvöll fyrir aukinni miðborgarvakt lögreglu. Innlent 31.7.2006 12:03 Straumur-Burðarás kaupir hlut í ráðgjafafyrirtæki Straumur-Burðarás hefur keypt 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners og gert kaupréttarsamning um annað hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis. Innlent 31.7.2006 11:44 Ísraelar halda áfram árásum í Líbanon Varnarmálaráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að landhernaður Ísraela yrði aukinn í Líbanon á næstu dögum. Þar með renna út í sandinn vonir um að tveggja sólarhringa hlé á loftárásum gæti leitt til friðar. Erlent 31.7.2006 11:29 Bíll alelda Bíll stóð í ljósum logum og mikinn reyk lagði frá honum á Suðurlandsbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Slökkviliðið var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn var yfirgefinn og ekki á númerum. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru. Innlent 31.7.2006 11:23 Um fimmtán þúsund manns á Sigur Rós Lögregla telur að um fimmtán þúsund manns hafi verið á hljómleikum Sigur Rósar og Aminu á Klambratúni, eða Miklatúni í gærkvöldi. Innlent 31.7.2006 09:55 Smáskjálftar út frá Gjögurtá Hrina smáskjálfta varð út frá Gjögurtá, út af austanverðu mynni Eyjafjarðar í gær. Alls mældust 69 skjálftar og voru þeir sterkustu 1,7 á Richter. Jarðvísindamenn á Veðurstofunni segja hrynur sem þessar algengar út af Norðurlandi og að hrinan í gær viti ekki á frekari tíðindi. Innlent 31.7.2006 09:53 Mótmæli við Kárahnjúka Hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í gær með því að fara inn á vinnusvæði og leggjast þar á vegi. Við það stöðaðist umferð. Innlent 31.7.2006 09:44 Húsnæðisveltan dregst saman Húsnæðisveltan á höfuðbörgarsvæðinu dregst enn saman og var aðeins hundrað og fjórum kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. Innlent 31.7.2006 09:42 Fórnarlamba minnst Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. Erlent 31.7.2006 09:35 Ekið á sex ára stúlku á reiðhjóli Ekið var á sex ára stúlku á reiðhjóli, á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, rétt fyrir klukkan níu í morgun. Stúlkan er ekki talin alvarlega slösuð. Hún meiddist þó á vinstri fæti og var flutt á slysadeildina í Fossvogi. Innlent 31.7.2006 09:29 Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Erlent 31.7.2006 09:18 Allur úrgangur endurunninn Moltugerð á Sauðárkróki í tilraunaskyni gaf það góða raun að innan tíðar verður farið að vinna 18 rúmmetra af úrgangi á dag í þremur stórum tromlum. Hlutafélagið Jarðgerð stendur fyrir því að nýta með þessum hætti allan lífrænan úrgang sem til fellur hjá sveitarfélaginu og nágrenni, sem ekki er hægt að nýta í fóðurgerð. Innlent 30.7.2006 20:21 Ellefu létust í bíslysi í Malasíu Ellefu manns létu lífið í rútuslysi í Malasíu í dag. Fólkið var á leið á árlega hátíð sem kristnir menn halda til dýrðar heilagri Önnu í Penang-fylki í norðurhluta landsins, þegar bíllinn rann út af veginum og fór á hvolf. Í bílnum voru 46 menn, aðallega af indverskum uppruna. Erlent 30.7.2006 19:50 Læra að beita kylfum, ekki byssum Tugir lögreglumanna í Afganistan útskrifuðust í dag úr skóla fjölþjóðlegu friðargæsluliðanna í Kabúl, en í skólanum lærðu þeir hvernig ber að kveða niður róstur án þess að beita byssum. Erlent 30.7.2006 19:46 Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 22:14 Gætu verið elstu prentuðu bækur landsins Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land. Innlent 30.7.2006 19:02 « ‹ ›
Leiðsegir fólki um Kárahnúkasvæðið Ómar Ragnarsson fréttamaður segir ferðamenn um Kárahnúkasvæðið marga hverja vera undrandi á umfangi miðlunarlónsins sem senn verður fyllt. Hann mun verja sumarfríi sínu á Kárahnjúkum í sumar til að fræða ferðamenn um svæðið. Innlent 31.7.2006 17:32
Fundur um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna Næsti fundur samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna verður haldinn í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, dagana 3. og 4. ágúst n.k. Albert Jónsson, sendiherra, fer fyrir íslensku samninganefndinni en hún er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utanríkis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti. Innlent 31.7.2006 16:11
Fíkniefni finnast á Sauðárkróki Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var tekinn í teiti í heimahúsi og fundust á honum rúm sex grömm af hassi og tæplega þrjú grömm af amfetamíni sem hann ætlaði til sölu. Málið telst upplýst. Innlent 31.7.2006 15:14
Umræðufundur um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Ástandið, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, verður tekið fyrir á opnum umræðufundi í Valhöll á morgunn. Innlent 31.7.2006 14:46
Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi Malbikunarframkvæmdir hefjast í kvöld á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekku. Gert er ráð fyrir að verkið taki einn og hálfan sólarhring og mega vegfarendur búast við umferðartöfum á meðan á því stendur. Innlent 31.7.2006 14:40
Vélarvana bátur úti fyrir Rifi Um klukkan tvö fékk Neyðarlínan tilkynningu um vélarvana bát eina sjómílu norður af Rifi á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Björg var komið að bátnum tuttugu mínútum seinna og dró hann í land. Báturinn er 8 metra langur línu- og handfærabátur og var einn maður um borð. Innlent 31.7.2006 14:24
Ingólfur Hartvigsson ráðinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturprestakalli Ingólfur Hartvigsson hefur verið ráðinn í embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklausturprestakalli frá og með 1. ágúst. Innlent 31.7.2006 13:51
Rán í Hafnarfirði Rán var framið um eitt leitið í dag á skrifstofum Bónusvídeó í Hafnarfirði. Tveir menn eru taldir koma við sögu. Einn hefur verið handtekinn en annar komst undan á bíl. Innlent 31.7.2006 13:34
Sendinefndir Indlands og Pakistans funda Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. Erlent 31.7.2006 13:19
Tónleikar Sigur Rósar í kvikmyndahúsi í London Tónleikar Sigur Rósar á Miklatúni í gærkvöldi voru ekki bara vel sóttir hér á landi heldur var fullt hús í kvikmyndahúsinu National Film Theatre í London þar sem tónleikunum var sjónvarpað beint á kvikmyndatjald. Innlent 31.7.2006 13:12
Sjávarleður skilar hagnaði Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki er farið að skila hagnaði, í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 og forsvarsmaður þess segir að reksturinn gangi jafnvel betur nú en í fyrra, þegar gerður var samningur við hinn þekkta íþróttavöruframleiðanda NIKE. Innlent 31.7.2006 13:08
Siv í formann eða varaformann? Spenna fer vaxandi meðal framsóknarmanna fyrir flokksþingið eftir þrjár vikur, vegna óvissu um framboð Sivjar Friðleifsdóttur til formanns eða varaformanns. Innlent 31.7.2006 13:01
Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka meira en annarra Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka mun meira en laun annarra stjórnenda í þjóðfélaginu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, og höfðu fimm tekjuhæstu mennirnir í þeim flokki á bilinu tíu til tuttugu og tvær milljónir króna á mánuði. Innlent 31.7.2006 12:55
Fimm í haldi í strippbúllustríði Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi. Innlent 31.7.2006 12:06
Borgarráð í viðræðum um hverfislöggæslu Borgarráð hefur samþykkt að taka upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og Lögregluna í Reykjavík um að koma á fót sýnilegri hverfislöggæslu í öllum hverfum borgarinnar. Dagur B. Eggertsson segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að í ljósi þess hversu mikið ofbeldi hefur átt sér stað í miðborginni undanfarið ætti einnig að athuga grundvöll fyrir aukinni miðborgarvakt lögreglu. Innlent 31.7.2006 12:03
Straumur-Burðarás kaupir hlut í ráðgjafafyrirtæki Straumur-Burðarás hefur keypt 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners og gert kaupréttarsamning um annað hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis. Innlent 31.7.2006 11:44
Ísraelar halda áfram árásum í Líbanon Varnarmálaráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að landhernaður Ísraela yrði aukinn í Líbanon á næstu dögum. Þar með renna út í sandinn vonir um að tveggja sólarhringa hlé á loftárásum gæti leitt til friðar. Erlent 31.7.2006 11:29
Bíll alelda Bíll stóð í ljósum logum og mikinn reyk lagði frá honum á Suðurlandsbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Slökkviliðið var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn var yfirgefinn og ekki á númerum. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru. Innlent 31.7.2006 11:23
Um fimmtán þúsund manns á Sigur Rós Lögregla telur að um fimmtán þúsund manns hafi verið á hljómleikum Sigur Rósar og Aminu á Klambratúni, eða Miklatúni í gærkvöldi. Innlent 31.7.2006 09:55
Smáskjálftar út frá Gjögurtá Hrina smáskjálfta varð út frá Gjögurtá, út af austanverðu mynni Eyjafjarðar í gær. Alls mældust 69 skjálftar og voru þeir sterkustu 1,7 á Richter. Jarðvísindamenn á Veðurstofunni segja hrynur sem þessar algengar út af Norðurlandi og að hrinan í gær viti ekki á frekari tíðindi. Innlent 31.7.2006 09:53
Mótmæli við Kárahnjúka Hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í gær með því að fara inn á vinnusvæði og leggjast þar á vegi. Við það stöðaðist umferð. Innlent 31.7.2006 09:44
Húsnæðisveltan dregst saman Húsnæðisveltan á höfuðbörgarsvæðinu dregst enn saman og var aðeins hundrað og fjórum kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. Innlent 31.7.2006 09:42
Fórnarlamba minnst Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. Erlent 31.7.2006 09:35
Ekið á sex ára stúlku á reiðhjóli Ekið var á sex ára stúlku á reiðhjóli, á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, rétt fyrir klukkan níu í morgun. Stúlkan er ekki talin alvarlega slösuð. Hún meiddist þó á vinstri fæti og var flutt á slysadeildina í Fossvogi. Innlent 31.7.2006 09:29
Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Erlent 31.7.2006 09:18
Allur úrgangur endurunninn Moltugerð á Sauðárkróki í tilraunaskyni gaf það góða raun að innan tíðar verður farið að vinna 18 rúmmetra af úrgangi á dag í þremur stórum tromlum. Hlutafélagið Jarðgerð stendur fyrir því að nýta með þessum hætti allan lífrænan úrgang sem til fellur hjá sveitarfélaginu og nágrenni, sem ekki er hægt að nýta í fóðurgerð. Innlent 30.7.2006 20:21
Ellefu létust í bíslysi í Malasíu Ellefu manns létu lífið í rútuslysi í Malasíu í dag. Fólkið var á leið á árlega hátíð sem kristnir menn halda til dýrðar heilagri Önnu í Penang-fylki í norðurhluta landsins, þegar bíllinn rann út af veginum og fór á hvolf. Í bílnum voru 46 menn, aðallega af indverskum uppruna. Erlent 30.7.2006 19:50
Læra að beita kylfum, ekki byssum Tugir lögreglumanna í Afganistan útskrifuðust í dag úr skóla fjölþjóðlegu friðargæsluliðanna í Kabúl, en í skólanum lærðu þeir hvernig ber að kveða niður róstur án þess að beita byssum. Erlent 30.7.2006 19:46
Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 22:14
Gætu verið elstu prentuðu bækur landsins Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land. Innlent 30.7.2006 19:02