Fréttir Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu í Brautarholti rétt fyrir klukkan tvö í dag. Kviknað hafði í rusli á annarri hæð hússins og var mikill reykur. Slökkviliðið slökkti eldinn og vinnur nú við að reykraæsta. Ekki er vitað hve miklar skemmdir urðu í húsinu. Innlent 30.8.2006 14:17 Hagnaður hjá Atorku Group Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 13:59 Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.8.2006 13:16 Danski pósturinn má dreifa Nyhedsavisen Danska Fréttablaðið og Pósturinn danski mega stofna saman dreifingarfyrirtæki sem dreifir Fréttablaðinu inn á öll heimili í landinu, samkvæmt úrskurði danska samkeppniseftirlitsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu. Dreifingarfyrirtækið mun heita Morgundreifing og mun ekki dreifa öðrum fríblöðum en Fréttablaðinu. Erlent 30.8.2006 12:51 Stjórnarhernum á Srí Lanka um að kenna Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka kennir stjórnarher landsins um morð á sautján alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum fyrr í mánuðinum. Erlent 30.8.2006 12:05 Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. Viðskipti erlent 30.8.2006 12:06 Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:40 Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:31 Hannes vann fyrstu skákina Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum í gærkvöldi, en þeir tefla nú um Íslandsmeistaratitilinn í skák. Innlent 30.8.2006 08:29 Lyklar að nýjum stúdentagörðum afhentir Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðu í gær þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana að nýrri stúdentaíbúð að því tilefni. Innlent 30.8.2006 08:27 Fitch staðfestir lánshæfi Kaupþings og Glitnis Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir bæði Kaupþings banka og Glitnis banka. Einkunnn Kaupþings er sögð endurspegla sterka stöðu bankans og einkunn Glitnis góða hagnaðarmyndun í rekstri. Viðskipti innlent 30.8.2006 09:09 Erfiðlega gekk að greiða Magna atkvæði Erfiðlega gekk að greiða atkvæði fyrir raunveruleikaþáttinn Rockstar Supernova í gærkvöldi vegna mikils álags, í það minnsta hér á Íslandi. Margir Íslendingar ætluðu að styðja Magna með því að senda inn fjölda atkvæða en fram til þrjú í nótt komst ekki í gegn nema brotabrot af þeim atkvæðum sem fólk reyndi að senda. Innlent 30.8.2006 08:24 Lánaði 15 ára strák bílinn sinn Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi 15 ára ungling undir stýri í miðbæ Keflavíkur. 18 ára eigandi bílsins hafði leyft honum að keyra og fær sá líklega kæru fyrir enda er það ólöglegt. Innlent 30.8.2006 08:22 Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu. Erlent 30.8.2006 08:18 Ók um göngustía í Fossvogsdal Ökumaður á stolnum bíl, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af í nótt. Mikill eltingaleikur upphófst og tók lögreglan í Reykjavík þátt. Eltingaleikurinn barst um víðan völl, meðal annars um göngustíga í Fossvogsdal. Innlent 30.8.2006 08:14 Hannes komin með einn vinning Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum, en þeir heyja nú einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák í Orkuveitu Reykjavíkur. Einvígsskákvígið hófst fyrr í dag og mun standa næstu daga. Fjöldi áhofenda kom á skákstað og sá Helgi Ólafsson stórmeistari um skákskýringar. Næsta einvígsskák fer fram á morgun klukkan fimm í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. Innlent 29.8.2006 22:14 Eldur kviknaði í timbursölu BYKO Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds sem hafði kviknað í sagi í timbursölu BYKO í Kópavogi. Starfsmenn Byko voru búnir að slökkva eldin þegar slökkvilið kom á staðinn. Talsverður reykur var á svæðinu og þurftu slökkviliðsmenn því að reykræsta timbursöluna. Innlent 29.8.2006 21:55 Minningarathöfn í New Orleans Minningarathöfn var haldin í New Orleans í Bandaríkjunum í dag en ár er liðið síðan fellibylurinn Katrín reið yfir landsvæði Mexíkóflóa og olli 1600 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 21:29 Hægt að kjósa Magna á MSN Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður. Innlent 29.8.2006 20:40 Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Innlent 29.8.2006 19:51 Tvær létust í umferðarslysum Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær. Innlent 29.8.2006 18:20 Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavarðar á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Innlent 29.8.2006 18:23 Sjálfsvígsárás í Afganistan Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Erlent 29.8.2006 18:29 Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. Erlent 29.8.2006 18:25 Tefla á skákborði meistaranna Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því. Innlent 29.8.2006 18:15 Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 29.8.2006 18:08 17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. Innlent 29.8.2006 18:08 Valgerður á fund iðnaðarnefndar Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun. Innlent 29.8.2006 18:04 Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið. Innlent 29.8.2006 18:04 Íslensk stúlka lést í bílslysi á Jótlandi Íslensk stúlka lést á Jótlandi í Danmörku á mánudaginn síðastliðinn þegar strætisvagn og flutningabíll keyrðu saman. Stúlkan hét Hulda Hauksdóttir og var 22. ára gömul. Innlent 29.8.2006 17:08 « ‹ ›
Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu í Brautarholti rétt fyrir klukkan tvö í dag. Kviknað hafði í rusli á annarri hæð hússins og var mikill reykur. Slökkviliðið slökkti eldinn og vinnur nú við að reykraæsta. Ekki er vitað hve miklar skemmdir urðu í húsinu. Innlent 30.8.2006 14:17
Hagnaður hjá Atorku Group Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 13:59
Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.8.2006 13:16
Danski pósturinn má dreifa Nyhedsavisen Danska Fréttablaðið og Pósturinn danski mega stofna saman dreifingarfyrirtæki sem dreifir Fréttablaðinu inn á öll heimili í landinu, samkvæmt úrskurði danska samkeppniseftirlitsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu. Dreifingarfyrirtækið mun heita Morgundreifing og mun ekki dreifa öðrum fríblöðum en Fréttablaðinu. Erlent 30.8.2006 12:51
Stjórnarhernum á Srí Lanka um að kenna Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka kennir stjórnarher landsins um morð á sautján alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum fyrr í mánuðinum. Erlent 30.8.2006 12:05
Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. Viðskipti erlent 30.8.2006 12:06
Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:40
Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:31
Hannes vann fyrstu skákina Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum í gærkvöldi, en þeir tefla nú um Íslandsmeistaratitilinn í skák. Innlent 30.8.2006 08:29
Lyklar að nýjum stúdentagörðum afhentir Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðu í gær þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana að nýrri stúdentaíbúð að því tilefni. Innlent 30.8.2006 08:27
Fitch staðfestir lánshæfi Kaupþings og Glitnis Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir bæði Kaupþings banka og Glitnis banka. Einkunnn Kaupþings er sögð endurspegla sterka stöðu bankans og einkunn Glitnis góða hagnaðarmyndun í rekstri. Viðskipti innlent 30.8.2006 09:09
Erfiðlega gekk að greiða Magna atkvæði Erfiðlega gekk að greiða atkvæði fyrir raunveruleikaþáttinn Rockstar Supernova í gærkvöldi vegna mikils álags, í það minnsta hér á Íslandi. Margir Íslendingar ætluðu að styðja Magna með því að senda inn fjölda atkvæða en fram til þrjú í nótt komst ekki í gegn nema brotabrot af þeim atkvæðum sem fólk reyndi að senda. Innlent 30.8.2006 08:24
Lánaði 15 ára strák bílinn sinn Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi 15 ára ungling undir stýri í miðbæ Keflavíkur. 18 ára eigandi bílsins hafði leyft honum að keyra og fær sá líklega kæru fyrir enda er það ólöglegt. Innlent 30.8.2006 08:22
Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu. Erlent 30.8.2006 08:18
Ók um göngustía í Fossvogsdal Ökumaður á stolnum bíl, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af í nótt. Mikill eltingaleikur upphófst og tók lögreglan í Reykjavík þátt. Eltingaleikurinn barst um víðan völl, meðal annars um göngustíga í Fossvogsdal. Innlent 30.8.2006 08:14
Hannes komin með einn vinning Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum, en þeir heyja nú einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák í Orkuveitu Reykjavíkur. Einvígsskákvígið hófst fyrr í dag og mun standa næstu daga. Fjöldi áhofenda kom á skákstað og sá Helgi Ólafsson stórmeistari um skákskýringar. Næsta einvígsskák fer fram á morgun klukkan fimm í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. Innlent 29.8.2006 22:14
Eldur kviknaði í timbursölu BYKO Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds sem hafði kviknað í sagi í timbursölu BYKO í Kópavogi. Starfsmenn Byko voru búnir að slökkva eldin þegar slökkvilið kom á staðinn. Talsverður reykur var á svæðinu og þurftu slökkviliðsmenn því að reykræsta timbursöluna. Innlent 29.8.2006 21:55
Minningarathöfn í New Orleans Minningarathöfn var haldin í New Orleans í Bandaríkjunum í dag en ár er liðið síðan fellibylurinn Katrín reið yfir landsvæði Mexíkóflóa og olli 1600 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 21:29
Hægt að kjósa Magna á MSN Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður. Innlent 29.8.2006 20:40
Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Innlent 29.8.2006 19:51
Tvær létust í umferðarslysum Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær. Innlent 29.8.2006 18:20
Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavarðar á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Innlent 29.8.2006 18:23
Sjálfsvígsárás í Afganistan Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Erlent 29.8.2006 18:29
Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. Erlent 29.8.2006 18:25
Tefla á skákborði meistaranna Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því. Innlent 29.8.2006 18:15
Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 29.8.2006 18:08
17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. Innlent 29.8.2006 18:08
Valgerður á fund iðnaðarnefndar Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun. Innlent 29.8.2006 18:04
Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið. Innlent 29.8.2006 18:04
Íslensk stúlka lést í bílslysi á Jótlandi Íslensk stúlka lést á Jótlandi í Danmörku á mánudaginn síðastliðinn þegar strætisvagn og flutningabíll keyrðu saman. Stúlkan hét Hulda Hauksdóttir og var 22. ára gömul. Innlent 29.8.2006 17:08