Fréttir

Fréttamynd

Kveikt í Hampiðjuhúsinu í tvígang

Slökkviliðið fór í tvígang að húsi Hampiðjunnar við Brautarholt í Reykjavík þar sem kveikt hafði verið í. Eldurinn var ekki mikill en reykur töluverður og þurfti því tvívegis að reykræsta húsið í gærdag. Hampiðjuhúsið hýsti síðast galleríið og listasmiðjuna Klink og bank en er nú vatns- og rafmagnslaust þar sem til stendur að rífa það.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningar sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

30. ágúst helgaður minningu horfinna Chile-búa

Forseti Chile, Michelle Bachelet, lýsti í gær yfir að 30. ágúst yrði framvegis helgaður minningu þeirra sem hurfu sporlaust á árunum 1973 til 1990, meðan herforingjastjórn Augustos Pinochet var við völd.

Erlent
Fréttamynd

Kínverskur blaðamaður fangelsaður fyrir njósnir

Kínverskur dómstóll dæmdi blaðamann frá Hong Kong í fimm ára fangelsi fyrir njósnir. Ching Cheong hafði verið í haldi frá því í apríl á síðasta ári. Kínverskur fréttavefur segir að hann hafi játað á sig að hafa selt Taívönum leynilegar upplýsingar frá kínverska hernum en stuðningsmenn hans segja hann saklausan.

Erlent
Fréttamynd

Mexíkóar búa sig undir fellibyl

Mikill viðbúnaður er á Kyrrahafsströnd Mexíkós vegna komu fellibyljarins Jóns. Hann hefur hingað til haldið sig úti á hafi og farið með fram ströndum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fundi iðnaðarnefndar frestað

Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skilaði Neistanum 1,1 milljón

Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Enn á ný kveikt í tunnu í Hampiðjuhúsinu

Enn á ný var kveikt í rusli í Hampiðjuhúsinu í Reykjavík um sjöleytið í kvöld en slökkviliðið hafði áður verið kallað á staðinn klukkan tvö í dag. Slökkviliðið hefur slökkt eldinn en töluverður reykur hafði myndast í húsinu. Húsið var svo reykræst í annað skiptið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dvalarleyfi metinn eftir aðstæðum

Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Innlent
Fréttamynd

Látinn laus úr haldi

Fangavörðurinn á Litla-Hrauni sem handtekinn var síðasliðinn laugardag vegna fíkniefnasmygls var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi telst málið upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarráðherra vissi ekki af greinagerð Gríms

Greinagerð Gríms Björnssonar náði ekki inn á borð iðnaðarráðherra né ríkisstjórnar fyrr en eftir að lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt í apríl 2002. Þetta kom frá á fundi iðnaðarnefndar sem nú stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Hugsanleg kúariða í Hong Kong

Rúmlega tvítugur, breskur maður, sem er á ferðalagi um Hong Kong, liggur nú illa haldinn á sjúkrahúsi og leikur grunur á að hann þjáist af kúariðu.

Erlent
Fréttamynd

Kofi Annan á ferð um Mið-Austurlönd

Ísraelar aflétta ekki flug- og hafnbanni á Líbanon fyrr en orðið hefur verið við öllum ákvæðum vopnahlésamkomulags öryggisráðsins og 15 þúsund manna friðargæslulið komið til landsins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til fundar við forsætisráðherra Ísraels í gær.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir metfjölda ferðamanna í ár

Útlit er fyrir að met verði slegið í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi í ár og að í kringum 400 þúsund manns sæki landið heim. Kvörtunum vegna lakrar þjónustu hefur hins vegar fjölgað í ár og hvetur ferðamálastjóri íslenska ferðaþjónustu til þess að vera á varðbergi gagnvart því.

Innlent
Fréttamynd

Metkaup á erlendum bréfum

Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 54 milljarða í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiningardeild KB banka segir um metkaup að ræða í einum mánuði síðast mælingar hófust árið 1994.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Landsvaka

Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV

Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna. Gengisfall og verðbólga setti mark sitt á rekstur ÍAV ásamt háum skammtímavöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Smáralind

Smáralind ehf., rekstraraðili verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind í Kópavogi, tapaði 733 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 36 milljónum króna. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum félagsins sem nam 652 milljónum króna. Búist er við að breytingar á gengi krónunnar hafi áfram mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OR tapaði 6,2 milljörðum króna

Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði tæpum 6,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur á rekstri OR en hún skilaði tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt en gengistap af langtímaskuldum nam 10,8 milljörðum króna á fyrri hluta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Hitaveitu Rangæinga

Hitaveita Rangæinga tapaði 21,4 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði hitaveitan 17 milljónum krónum. Tekjuskattur hitaveitunnar, sem greiddur verður á næsta ári, er ekki inni í árshlutareikningnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð á eldsneyti lækkar

Verð á eldsneyti lækkaði í morgun og er lítrinn nú kominn í 124 krónur og tuttugu aura. Það var Essó sem reið á vaðið og lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og tíu aura.

Innlent