Fréttir

Fréttamynd

Konur í fyrsta sinn meirihluti framhaldsskólakennara

Konur eru í fyrsta skipti meirihluti framhaldsskólakennara en þeim hefur fjölgað um átta prósentustig á fimm árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Árið 2000 voru konur 44 prósent allra starfsmanna við kennslu en í nóvember í fyrra voru þær orðnar 52 prósent kennara.

Innlent
Fréttamynd

Ford selur Aston Martin

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í gær áætlanir þess efnis að selja hugsanlega hluta af framleiðslulínu og vörumerki Aston Martin sportbílsins. Aston Martin bílar eru í dýrari kantinum en 1.700 manns vinna við framleiðslu hans í Buckinhamshire í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eldur í Hampiðjunni

Enn á ný þurfti slökkviliðið í Reykjavík að slökkva eld í Hampiðjuhúsinu í gærkvöld. Tilkynnt var um eld í húsinu rétt fyrir klukkan átta en að þessu sinni var um lítinn eld að ræða. Kveiktur var eldur í húsinu í tvígang í fyrradag. Rannsóknardeild lögreglunnar rannsakar þessa endurteknu íkveikjur.

Innlent
Fréttamynd

Næsta kynslóð tunglfara mun ferðast með Óríon

Næsta kynslóð tunglfara frá bandarísku geimferðastofnuninni munu ferðast í nýju geimskipi með nafninu Óríon. NASA tilkynnti í gær samning sinn við bandaríska geimskipaframleiðandann Lockheed Martin sem yfirleitt hefur framleitt ómönnuð geimför.

Erlent
Fréttamynd

16 flugmönnum sagt upp störfum hjá Icelandair

Sextán fastráðnum flugmönnum hefur verði sagt upp hjá Icelandair um mánaðarmótin til viðbótar þeim fjörtíu og fjórum sem sagt var upp um síðustu mánaðarmót. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að ástæða uppsagnanna sé sögð vera verkefnisskortur. Þeir fastráðnu flugmenn sem er sagt upp hafa stystan starfsaldur hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólalögin til endurskoðunnar

Nefnd á vegum menntamálaráðherra vinnur nú að heildarendurskoðun á grunnskólalögum. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar á grundvelli reynslu af rekstri sveitarfélaganna á grunnskólum og áform um breytta námsáætlun til stúdentsprófs.

Innlent
Fréttamynd

Söfnun fyrir Líbanon gekk vonum framar

Söfnunarráðstefna fyrir Líbanon gekk það vel í Stokkhólmi í gær að fulltrúar 48 ríkja og fjölmargra hjálparstofnana ákváðu að endurtaka leikinn og safna fyrir uppbyggingu í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Frestur Írana runninn út

Frestur Írana til að hætta auðgun úrans rann út í gær en skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem birt var í gær segir að allt fram í síðustu viku hafi auðgun úrans haldið áfram. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans sagði Írana hins vegar myndu halda sínu striki eins og hann hefur margítrekað lýst yfir.

Erlent
Fréttamynd

Valgerður neitaði að mæta Steingrími

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra neitaði að mæta Steingrími J. Sigfússyni í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Þetta kemur fram í opnu bréfi Páls Magnússar útvarpsstjóra til Steingríms J. Sigfússonar alþingingismanns, sem gerði athugasemdir við Kastljósþátt í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Arnar HU með mesta kvótann

Arnar HU frá Skagaströnd er með alls 6692 tonna kvóta á næsta fiskveiðiári ef miðað er við þorskígildi, en það er hæsti þorskígildiskvóti allra íslenskra skipa. Alls fá 414 skip úthlutað nýjum fiskikvóta en nýtt kvótaár hófst á miðnætti í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að slátra hundrað tonnum af laxi

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Marglyttur höfðu borist inn í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt en þær brenna fiskinn með fálmurum sínum með þeim afleiðingum að honum þarf að slátra. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Sæsilfurs segir þetta í annað skipti í sex ára sögu fyrirtækisins sem marglytta veldur slíku tjóni.

Innlent
Fréttamynd

20 milljónir króna til Darfur

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita sem svarar 20 milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr.

Innlent
Fréttamynd

Slátra meira en hundrað tonn af fiski

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði vinna nú að því slátra meira en hundrað tonn af laxi. Ástæðan fyrir því er að marglytta barst með sterkum hafstraumum í nótt og laggðist á kvíarnar.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga lýkur

Íslendingar hafa safnað ómetanlegri reynslu í alþjóðlegri sprengjueyðingaræfingu sem lýkur í dag. Sprengjusérfræðingar frá erlendum herjum sækja í auknum mæli eftir að komast á æfingar á Íslandi og vex hún ár frá ári að umfangi. Áttatíu sprengjueyðingarsérfræðingar tóku þátt í æfingunni en hún er skipulögð af Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar gagnrýndir fyrir klasasprengjur

Ísraelar eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa dreift verulegu magni af klasasprengjum í Suður-Líbanon rétt áður en löngu boðað vopnahlé tók gildi. Jónas Þorvaldsson, íslenskur sprengjusérfræðingur sem starfaði við að eyða þessum sprengjum í Írak lýsir þeim sem miklum skaðvaldi sem aðallega limlesti og drepi börn.

Innlent
Fréttamynd

Ók inn í skrifstofur Sinfóníunnar

Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Hagatorg rétt fyrir klukkan fimm í dag þegar körfubíll rak hliðartékk sinn inn í vesturhorn hússins og reif það niður

Innlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Jón nálgast Mexikó

Fellibylurinn Jón þokast nú norður með Kyrrahafsströnd Mexíkós og hefur íbúum við ströndina verið ráðlagt að búa sig undir óveðrið og jafnvel flytja sig upp til fjalla meðan fellibylurinn gengur hjá.

Erlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Nýsi

Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði.Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Steingrímur afboðaður í Kastljós

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur óskað eftir útskýringum frá útvarpsstjóra á því, að hætt var við að hafa Steingrími í Kastljósi í gær, þar sem hann átti að mæta Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Valgerður sat ein fyrir svörum í þættinum

Innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Milestone

Fjárfestingarfélagið Milestone ehf. hagnaðist um 1,9 milljarða krónur á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn hins vegar tæpum 4,1 milljarði króna. Í uppgjöri félagsins kemur fram að stór hluti af eignasafni Milestone samanstandi af félögum sem skráð eru á markað i og mótast afkoman af almennum markaðsaðstæðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Flögu

Flaga Group tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala eða tæpum 83 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið rétt rúmri einni milljón dala eða 69 milljónum króna á núvirði. Tap félagsins á öðrum fjórðungi ársins nemur 368.000 dölum eða rúmum 25,4 milljónum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ópið og Madonna Munks fundin

Norska lögreglan hefur fundið bæði málverkin eftir Edvard Munk, sem vopnaðir menn rændu af Munk listasafninu í Osló fyrir tveimur árum. Málverkin eru Ópið og Madonna. Ópið er metið á fimm milljarða króna, og Madonnan á einn milljarð. Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis, þar sem frekari upplýsingar verða veittar.

Erlent
Fréttamynd

Á móti fóstureyðingum

Háttsettur kardináli í Kólombíu er sakaður um að hafa hótað læknum, sem framkvæmdu nýlega fyrstu löglegu fóstureyðinguna í landinu, að Vatíkanið myndi beita sér fyrir því að svipta þá starfsréttindum.

Erlent
Fréttamynd

Tap Tæknivals minnkar

Tæknival tapaði 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rétt rúmri 41 milljón króna. Óhagstæð gengisþróun skýrir tapið að miklu leyti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neysla jókst í Bandaríkjunum

Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent