Fréttir

Fréttamynd

Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar

Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar.

Erlent
Fréttamynd

Thaksin kominn til Lundúna

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom til Lundúna síðdegis í dag. Thaksin var steypt af stóli í blóðlausri byltingu í gær. Á þeim tíma sat forsætisráðherrann fyrrverandi 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd

Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt, með naumum meirihluta, frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim.

Erlent
Fréttamynd

Uppgjör glæpaklíka

Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Forfeður Kelta spænskir fiskimenn

Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda.

Innlent
Fréttamynd

Vandi á höndum ef laun sjúkraliða ekki leiðrétt

Heilbrigðiskerfið lendir í miklum vanda ef laun yngri sjúkraliða verða ekki leiðrétt hið bráðasta, segir formaður Sjúkraliðafélagsins. Sífellt fleiri hverfi til annarra starfa sem krefjist minni menntunar, en gefi mun meira í aðra hönd.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu

Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott.

Erlent
Fréttamynd

Hálf bölvað ástand

,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar.

Innlent
Fréttamynd

Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Minnst ár að kosningum í Taílandi

Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans.

Erlent
Fréttamynd

Barist gegn því að Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaun

Skjöl í sænskum söfnum sanna að íslenskir áhrifamenn lögðust af hörku gegn því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson, hlyti Nóbelsverðlaunin ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir engin skjöl renna stoðum undir fullyrðingar um að áhrifamenn hafi reynt að hafa verðlaunin af Halldóri vegna stjórnmálaskoðana hans.

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti

Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum

Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá breytingum á stýrivaxtastigi bankans í dag. Sérfræðingar búast almennt við því að hækkanaferli bankans sé á enda og reikna með því að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum vestra í 5,25 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni.

Innlent
Fréttamynd

Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan

Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan.

Erlent
Fréttamynd

Frekari tafir hjá Airbus?

Franska dagblaðið Les Echos greinir frá því í dag að hugsanlega muni evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynna um tafir á afhendingu A380 risaþota frá félaginu á næstu dögum. Ef rétt reynist verður þetta í þriðja sinn á árinu sem tafir verða á afhendingu þessara stærstu risaþotu í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ÞSSÍ og RKÍ vinna áfram saman í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Rauði kross Íslands skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning um verkefni á sviði heilbrigðismála í Mósambík. Samtökin hafa starfað saman þar í landi frá árinu 1999 þegar ráðist var í byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane í Maputo-héraði en hún þjónar nú 5 þúsund íbúum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ófært um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri

Ófært er úr Fljótshlíðinni um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar er einnig minnt á að vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina þessa viku, frá miðnætti til kl. 6 að morgni, fram á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Bakkaði yfir hóp framhaldsskólanema

Sautján ára piltur lést og fjórir slösuðust alvarlega þegar rútu var bakkað inn í biðskýli á umferðarmiðstöðinni í Svendborg í Danmörku. Haft er eftir lögreglu á fréttavef Politiken að rútan hafi verið að leggja af stað en bílstjórinn óvart verið með hana í bakkgír og því ekið yfir hóp framhaldsskólanema frá Kaupmannahöfn sem þar var staddur ásamt kennara sínum, en hann slasaðist mikið í óhappinu.

Erlent
Fréttamynd

Telur sprengingu í Gautaborg vera morðtilræði

Lögreglan Gautaborg telur að sprenging í bíl sem varð við Vasatorgið í borginni um hádegisbilið í dag hafi verið morðtilræði. Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og sex aðrir bílar brunnu til kaldra kola eftir að eldurinn úr sprengingunni læsti sig í þá.

Erlent
Fréttamynd

Einhugur um óbreytta vexti

Allir meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka voru sammála um að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Hagfræðingar telja líkur á hækkun vaxta í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrettán létust í námuslysi í Úkraínu

Þrettán námuverkamenn létust og þrjátíu og sex særðust þegar sprenging varð í kolanámu í austurhluta Úkraínu í morgun. Fjögur hundruð voru að störfum í námunum þegar sprengingin varð og þurfti að rýma námurnar.

Erlent