Fréttir

Fréttamynd

Niðurgreitt flug til Eyja?

Flug til Eyja verður niðurgreitt af ríkinu ef ekki finnst á næstu 6 mánuðum flugfélag sem treystir sér til að halda úti flugi milli Eyja og Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Val á prestum ekki undir jafnréttislög

Kirkjuráð ætlar að leggja til við Kirkjuþing í október að prestar verði kosnir leynilegri kosningu, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda

Móðir af erlendum uppruna fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda á Álftanesi til að sækja barn sitt til forsjárlauss föður sem hefur haldið barninu í leyfisleysi frá því í ágúst. Drengurinn átti að byrja í skóla fyrir mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra seig úr þyrlu

Öryggisvika sjómanna var sett í dag í rjómablíðu út við sundin blá. Í vikunni verða sjómenn hvattir til að þjálfa viðbrögð við slysum og sjávarháska.

Innlent
Fréttamynd

Eignir íslenskra heimila hækka

Eignir íslenskra heimila hækkuðu að verðmæti í ágúst eftir nánast stöðugan samdrátt frá því í mars ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningardeildar KB banka. Vísitalan hækkaði um 4,3% í mánuðinum og fór vöxtur vísitölunnar síðustu tólf mánuðina þar með úr 2,3% í 5,6% að raunvirði.

Innlent
Fréttamynd

Brown vill taka við

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi að sannfæra flokksmenn sína á þingi Verkamannaflokksins í dag um að hann væri tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum af Tony Blair.

Erlent
Fréttamynd

Leigusamningur vegna tækja líklega framlengdur

Leigusamningur milli íslenskra og bandarískra stjónvalda vegna tækjabúnaðar á Keflavíkurflugvelli verður hugsanlega framlengdur um fjögur ár til viðbótar því ári sem samið verður um. Frá þessu er greint á vef Víkurfétta.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur. Sigrún Mjöll fór frá heimili sínu í Kópavogi á síðastliðið föstudagskvöld og hefur hún ekkert látið vita af sér síðan þá. Sést hefur þó til hennar bæði í Kópavogi og í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár

Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur.

Erlent
Fréttamynd

Hræddir þjófar

Þjófar sem brutust inn í íbúðarhús í Vínarborg, í Austurríki, forðuðu sér skelfingu lostnir út úr húsinu þegar þeir fundu átta mannshöfuð í kistu, í kjallaranum.

Erlent
Fréttamynd

Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í dag dæmdur í mánaðarlangt fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í sumar skallað annan mann á veitingastað á Reyðarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Hvalfjarðargöng lokuð næstu tvær nætur

Vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranætur þriðjudags 26. og miðvikudags 27. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fundu flak þyrlu sem saknað hafði verið í tvo daga í Nepal

Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að allir farþegar í þyrlu á vegum náttúruverndarsamtakanna Worldwide Fund for Nature hafi látist þegar hún hrapaði í vonskuveðri á laugardag. Flak þyrlunnar, sem var rússnesk, fannst snemma í morgun, en þess hafði verið leitað í nærri tvo daga við erfiðar aðstæður, bæði rigningu og þoku.

Erlent
Fréttamynd

Páfi vottar múslimum virðingu sína

Benedikt sextándi páfi átti í dag fund með fulltrúum frá tuttugu múslimaríkjum í Gandolfo kastala, sem er sumarsetur hans. Öllum bar saman um að fundurinn hefði einkennst af gagnkvæmri virðingu og hlýju.

Erlent
Fréttamynd

Stofnað til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík

Ákveðið var á fyrsta fundi nýs leikskólaráðs 22. september að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík, sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunnskóla í borginni. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex skólum ár hvert eftir því sem segir í tilkynningu frá menntasviði.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir að hafa banað manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæi í desember 2004.

Innlent
Fréttamynd

Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra

Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002.

Erlent
Fréttamynd

Mikil veltuaukning í dagvöruverslun

Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Sé miðað við hlaupandi verðlag nemur aukningin 22,1 prósenti á milli ára. Áfengi jókst verulega á milli ára eða um 28,3 prósent á hlaupandi verðlagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varað við steinkasti á Hellisheiði

Vegagerðin varar við hættu á steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum. Verið er að klæða veginn og eru vegfarendur beðnir að virða hraðatakmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn kaupir breskan banka

Landsbankinn hefur fengið samþykki fjármálaeftirlitsins bæði hér á landi og í Guernsey fyrir kaupum á Cheshire Guernsey Limited, banka á eynni Guernsey í Ermasundi. Bankinn greindi frá því 4. ágúst að samningar hefðu náðst um kaup á bankanum í Guernsey.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birna stefnir ofarlega á lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Birnu segir að þar sem ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins telji hún ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en hún bjóði sig fram ofarlega á listann.

Innlent
Fréttamynd

Sala á áfengi og dagvöru eykst milli ára

Landsmenn vörðu mun meira til kaupa á dagvöru og áfengi í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun var 8,8 prósentum meiri í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi.

Innlent
Fréttamynd

FlyMe hætt við Lithuanian Airlines

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur hætt við yfirtöku á Lithuanian Airlines eftir að niðurstöður áreiðanleikakönnunar lágu fyrir. Fons, stærsti hluthafinn í FlyMe, eignaðist um þriðjungshlut í Lithuanian Airlines snemma á árinu og var ætlunin að FlyMe eignast allt félagið. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að kaupa ekki rúman helming í breska leigflugfélaginu Astraeus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afar mikilvægt að byggja nýtt sjúkrahús sem fyrst

Deildarráð læknadeildar telur afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að byggt verði nýtt háskólasjúkrahús sem fyrst, svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðið hvetur í tilkynningu til samstöðu allra innan sem utan Landspíatala- háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólaskólasjúkrahússins og heilbrigðisvísindadeilda á einum stað.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk

Vel á þriðja hundrað manns voru handteknir eftir að mótmæli fóru úr böndunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra. Verið var að mótmæla lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk í hverfinu.

Erlent