Fréttir

Fréttamynd

Viðsnúningur í verðbréfasölu

Nettósala á erlendum verðbréfum í ágúst nam rúmum 7 milljörðum króna, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, sem birtar voru eftir lokun markaða í dag. Nettókaup í júlí námu hins vegar 52 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drýgði metamfetamín með mjólkursykri og seldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á metamfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar og fyrir að hafa í nokkrum tilvikum selt samtals 100 grömm af metamfetamíni fyrir 500.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Gefur út framtalsform og bæklinga til að auðvelda skattskil

Ríkisskattstjóri hefur gefið út bæklinga og framtalsform á sjö tungumálum til þess að auðvelda þeim útlendingum sem hingað koma til tímabundinna starfa að telja fram. Þeim hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og við því er ríkisskattstjóri að bregðast.

Innlent
Fréttamynd

Telja að efla þurfi sveitarstjórnarstigið

Meirihluti sveitarstjórnarmanna telur að efla þurfi sveitarstjórnarstigið á Íslandi samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann að beiðni félagsmálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

25 uppreisnarmenn í Afganistan drepnir

Afgangskar öryggissveitir skutu 25 uppreisnarmenn til bana í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Uppreisnarmennirnir gerðu áhlaup á lögreglustöð í héraðinu en öryggissveitum tókst að hrinda því og felldu 25 menn.

Erlent
Fréttamynd

Telja veru erlends herliðs ógna öryggi sínu

Stærstur hluti Íraka telur að vera erlendra hermanna í landinu dragi úr öryggi í stað þess að auka það. Þetta sýna skoðanakannanir sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og óháðir sérfræðingar hafa gert og greint er frá í bandaríska stórblaðinu Washington Post.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga skattlagningu til að hvetja til meiri barneigna

Rússnesk yfirvöld íhuga að leggja aukaskatt á barnlaust fólk til þess að hvetja til meiri barneigna í landinu. Vladímír Pútín forseti sagði í síðustu stefnuræðu sinni að lág fæðingartíðni væri eitt alvarlegasta vandamál sem þjóðin ætti við að stríða.

Erlent
Fréttamynd

Segir ekki tekið tillit til afsláttarkjara

Síminn segir Póst- og fjarskiptastofnun ekki taka tillit til þeirra afsláttarkjara sem fyrirtækið veiti GSM-notendum sínum í samanburði á verði á GSM-símtölum á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Höfðar mál á hendur ÍE vegna meiðyrða

Jesus Sainz, einn fimmmenninganna sem Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál gegn vegna meints stuldar á viðskiptarleyndarmálum, hyggst höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir útbreiðslu rangra saka og meiðyrði.

Innlent
Fréttamynd

Ármann í framboð í Suðvesturkjördæmi

Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Innlent
Fréttamynd

GM vill greiðslu vegna samstarfs

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er sögð ætla að fara fram á að bílaframleiðendurnir Nissan og Renault greiði fyrirtækinu milljarða bandaríkjadali í meðgjöf verði af samstarfi fyrirtækjanna á sviði bílaframleiðslu. Forstjórar fyrirtækjanna funduðu um samstarfið í París í Frakklandi í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forvarnadagurinn haldinn í fyrsta sinn á morgun

Forvarnadagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Tvær bækur hlutu Íslensku barnabókaverðlaunin

Bækurnar Sagan af undirfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum eftir Margréti Tryggvadóttur og Halldór Baldursson og Háski og hundakjöt eftir Héðinn Svarfdal Björnsson fengu í morgun Íslensku barnabókaverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Dow Jones nálægt sögulegu hámarki

Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan er við það að ná nýjum sögulegum hæðum. Ástæðan fyrir því er hækkun á gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum vestra í kjölfar bjartsýni fjárfesta vegna minnkandi verðbólgu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hefur þegar gripið til ákveðinna aðgerða

Póst- og fjarskiptastofnun hefur þegar gripið til ákveðinna aðgerða til þess að bregðast við þeim tíðindum að GSM-þjónusta hafi hækkað hér á landi frá árinu 2002 en hins vegar lækkað í hinum norrænu ríkjunum. Ný skýrsla sem stofnunin vann ásamt systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum sýnir þetta. Þar segir einnig að íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni. Forstjórar systurstofnanna Póst- og fjarskiptastofnunar á Norðurlöndunum ákváðu í fyrra að setja á fót vinnuhóp til þess að bera saman farsímamarkaðina á Norðurlöndunum. Meginverkefnið var að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og hversu mikil samkeppni væri í löndumum. Fram kemur í skýrslunni að norræni farsímamarkaðurinn velti um 7,7 milljörðum evra, eða nærri 700 milljörðum íslenskra króna og eru áskrifendur GSM-þjónustu um 25 milljónir. Veltan á íslenskum farsímamarkaði er aðeins lítill hluti af þessu eða um fjórtán milljarðar og áskrirfendur um 300 þúsund. En á meðan fimm til sex fyrirtæki eru á fjarskiptamarkaði í hinum norrænu ríkjunum eru aðeins tvö hér á landi sem skipta farsímamarkaðnum á milli sín. Það eru Síminn með 65 prósenta markaðshlutdeild og Og Vodafone með 35 prósenta markaðshlutdeild. hvergi á Norðulöndunum hefur eitt fyrirtæki jafnmikla markaðshlutdeild og Síminn. Segir í skýrslunni að niðurstaðan sé áhyggjuefni. Póst- og fjarskiptastofnunar hefur þegar brugðist við og hefur hlutast til um lækkun lúkningargjalds hjá bæði Símanum og Og Vodafone. Með lúkningargjaldi er átt við gjald sem fólk greiðir til að komast inn á annað kerfi en það sem það er sjálft í. Lúkningargjald Og Vodafone er nú 12,10 krónur á mínútu og Símans 8,92 krónur en Póst- og fjarskiptastofnun vill lækka það og jafna. Þá ákvörðun hafa fyrirtækin bæði kært til áfrýjunarnefndar. Þá vill stofnunin leggja aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn. Nýir aðilar geti þannig keypt mínútur á kerfi Símans á tilteknu verði í heildsölu og selt í smásölu.

Innlent
Fréttamynd

Skráningarnúmer klippt af ógrynni ökutækja

Skráningarnúmer voru klippt af tíu ökutækjum í borginni í gær sökum þess að eigendur þeirra höfðu ekki staðið skil á vátryggingu. Fram kemur á vef lögreglunna að á síðustu vikum og mánuðum hafi lögreglan klippt skrásetningarnúmer af ógrynni ökutækja og er það ýmist vegna þess að þau eru óskoðuð eða ótryggð.

Innlent
Fréttamynd

Kærir lausagöngu fola í Laxárdal

Bæjarstjórn Blönduóss hefur kært lausagöngu þriggja vetra graðfola vegna ósæmilegs framferðis hans þegar hann gekk laus í merastóði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu í allt sumar.

Innlent
Fréttamynd

Gengið á þremur öðrum stöðum en í Reykjavík

Það var ekki aðeins í Reykjavík sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar efndu til mótmælagöngu í gærkvöld. Þónokkur fjöldi fólks fór um götur Egilsstaða þessara sömu erindagjörða í gær sem út af fyrir sig vekur athygli þar eð efnahagslegur ávinningur virkjanaframkvæmdanna er mestur á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti dagur óbeislaðrar Jöklu

Í dag er síðasti dagurinn sem Jökla rennur óbeisluð um sinn forna farveg um Jökuldal og meðfram Jökulsárhlíð. Í fyrramálið er stefnt að því að tappinn verði settur í og lokað fyrir rennsli hennar við Kárahnjúka.

Innlent
Fréttamynd

Árangurstengd laun minna notuð en fyrir þremur árum

Hlutabréfakaup, hlutdeild í hagnaði eða annnars konar árangurstengd laun er minna notuð hér á landi í umbun til stjórnenda en fyrir þremur árum. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar rannsóknar á mannauðsstjórnun á vegum Háskólans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar eignast sína fyrstu herþotu

Íslendingar hafa eignast sína fyrstu herþotu og það gerist við brotthvarf Varnarliðsins. Þotan er þó ekki af nýjustu gerð, heldur er um að ræða F-4 þotu sem sett hefur verið á stall á Keflavíkurflugvelli sem safngripur. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá HoF

Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka síðar á þessu ári, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Tapið samsvarar rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent